Fljótlegasta pasta í heimi. Og alls ekkert óhollt heldur því það þarf lítið magn af gráðosti og beikoni til að gefa mikið mikið bragð.
Pasta með perum og gráðosti
f. 2-3
Heilhveitipasta, áætlið magn fyrir fjöldann
1 pera, skorin í eins þunnar sneiðar og hægt er
lófafylli af valhnetum, grófsaxað
1 pakki af beikoni, steikt þartil stökkt, látið kólna aðeins á eldhúspappír (dregur líka í sig fituna) og grófsaxað
100 g gráðostur að eigin vali
Ég sauð pastað, hellti af því og bætti ostinum við oní pottinn. Hrært þartil osturinn hafði bráðnað og skammtaði svo á diskana. Stráði svo restinni af innihaldinu ofaná hvern disk; fyrst beikoni, svo perubitunum og loks valhnetunum.
Sunday, September 21, 2008
Ætifífilssúpa með sítrónurækjum og rauðlauksbrauði
Ok... þessi súpa hljómar MUN girnilegri á sænsku; jordärtskocksoppa. Ég hafði ekki hugmynd um hvað jordärtskocka héti á íslensku, né heldur ensku svo ég bara googlaði því. Upp kom þessi síða hjá gestgjafanum.
Sumsagt Jordärtskocka = ætifífill = jerusalem artichoke.
Minnir á hnýðótta ljósa kartöflu í útliti en er ekki jafn mjölkennd á bragðið.
Þessi uppskrift er GI-skotheld en með brauðbollunum fer það dáldið forgörðum. En maður getur svosem sleppt þeim eða bara fengið sér pínusmá... því þær eru svo góðar að það má varla sleppa þeim ;)
Ég varð eiginlega mest hissa á því hvað rækjurnar féllu vel við bragðið á súpunni. Eiginlega dáldil sparisúpa (enda sunnudagur í dag og engin steik á þessu heimili) og ég á ekki eftir að hika við að bjóða gestum uppá þessa útgáfu einhverntíman fljótlega.
Ætifíflasúpa með sítrónurækjum
(uppskriftin segir fyrir 4 en við vorum 2 fullorðnir + barn og átum upp til agna... potturinn var sleiktur)
2 hvítlauksrif, þunnt sneidd
1 msk olía
5 dl vatn (ég bætti smá grænmetiskrafti við, á svo gott "lantbuljong")
600 g skrældir ætifíflar, skornir í helminga
salt
1 dl matreiðslurjómi
1 msk hvítvínsedik
Hvítlauksrifin mýkt uppúr olíunni, smávegis af vatninu bætt við og að lokum ætifífilsbitarnir. Restinni af vatninu bætt við en það á rétt að ná að þekja ætifífilsbitana í pottinum. Leyft að malla í 15 mín eða þartil orðnir vel mjúkir. Saltað örlítið og mixað með handmixara (eða sett í matvinnsluvél).
Rjómanum og edikinu bætt við og leyft að hitna aftur.
200 g rækjur
Safinn af einni sítrónu
2 msk olía (gjarnan olívuolía)
Rækjunum leyft að liggja aðeins í sítrónusafanum + olíunni. Ég saltaði örlítið. Bætt við í hvern súpudisk rétt áður en borið er fram og piprað.
Rauðlauksbrauðbollur
10 bollur (ég minnkaði uppskriftina um helming og gerði bara 5 sem nægði alveg fyrir okkur.. en hér kemur heil uppskrift)
4,5 dl hveiti
2 tsk "bakpulver" (svipað og lyftiduft)
1/2 tsk salt
50 g smjör
2 rauðlaukar, skornir í strimla
100 g rifinn, fitulítill ostur
Upprunalega uppskriftin segir að hér eigi að vera líka 1 dl olívur en ég átti engar svo ég sleppti þeim og jók við ostamagnið
2 dl mjólk
Ofninn hitaður í 250 gráður. Þurrefnunum blandað saman og smjörið skorið í bita, bætt við og mulið með fingrunum. Lauknum, ostinum og mjólkinni blandað við. Sett á bökunarpappírsklædda ofngrind. Búnar til 10 bollur sem eru cirka 5 cm að breidd. Bakað í 10 mín.
Sumsagt Jordärtskocka = ætifífill = jerusalem artichoke.
Minnir á hnýðótta ljósa kartöflu í útliti en er ekki jafn mjölkennd á bragðið.
Þessi uppskrift er GI-skotheld en með brauðbollunum fer það dáldið forgörðum. En maður getur svosem sleppt þeim eða bara fengið sér pínusmá... því þær eru svo góðar að það má varla sleppa þeim ;)
Ég varð eiginlega mest hissa á því hvað rækjurnar féllu vel við bragðið á súpunni. Eiginlega dáldil sparisúpa (enda sunnudagur í dag og engin steik á þessu heimili) og ég á ekki eftir að hika við að bjóða gestum uppá þessa útgáfu einhverntíman fljótlega.
Ætifíflasúpa með sítrónurækjum
(uppskriftin segir fyrir 4 en við vorum 2 fullorðnir + barn og átum upp til agna... potturinn var sleiktur)
2 hvítlauksrif, þunnt sneidd
1 msk olía
5 dl vatn (ég bætti smá grænmetiskrafti við, á svo gott "lantbuljong")
600 g skrældir ætifíflar, skornir í helminga
salt
1 dl matreiðslurjómi
1 msk hvítvínsedik
Hvítlauksrifin mýkt uppúr olíunni, smávegis af vatninu bætt við og að lokum ætifífilsbitarnir. Restinni af vatninu bætt við en það á rétt að ná að þekja ætifífilsbitana í pottinum. Leyft að malla í 15 mín eða þartil orðnir vel mjúkir. Saltað örlítið og mixað með handmixara (eða sett í matvinnsluvél).
Rjómanum og edikinu bætt við og leyft að hitna aftur.
200 g rækjur
Safinn af einni sítrónu
2 msk olía (gjarnan olívuolía)
Rækjunum leyft að liggja aðeins í sítrónusafanum + olíunni. Ég saltaði örlítið. Bætt við í hvern súpudisk rétt áður en borið er fram og piprað.
Rauðlauksbrauðbollur
10 bollur (ég minnkaði uppskriftina um helming og gerði bara 5 sem nægði alveg fyrir okkur.. en hér kemur heil uppskrift)
4,5 dl hveiti
2 tsk "bakpulver" (svipað og lyftiduft)
1/2 tsk salt
50 g smjör
2 rauðlaukar, skornir í strimla
100 g rifinn, fitulítill ostur
Upprunalega uppskriftin segir að hér eigi að vera líka 1 dl olívur en ég átti engar svo ég sleppti þeim og jók við ostamagnið
2 dl mjólk
Ofninn hitaður í 250 gráður. Þurrefnunum blandað saman og smjörið skorið í bita, bætt við og mulið með fingrunum. Lauknum, ostinum og mjólkinni blandað við. Sett á bökunarpappírsklædda ofngrind. Búnar til 10 bollur sem eru cirka 5 cm að breidd. Bakað í 10 mín.
Friday, September 12, 2008
GI - Indverskur kjúklingaréttur
Uppgötvaði í dag hversu brjálæðislega mikill munur væri á dósasósu og svo karrísósu frá grunni. Sérstaklega þessari GI-útgáfu sem er með fullt fullt af grænmeti í. Bragðmeira einhvernvegin og tekur alls ekki svo langan tíma að gera...
Bar að sjálfsögðu fram með hráhrísgrjónum og salati sem innihélt saxað hvítkál og papaya. Smá tyrknesk jógúrt setti punktinn yfir i-ið (sjá mynd).
Indverskur kjúklingaréttur
1 laukur, saxaður
400 g kjúklingabringur (tvær), skornar í bita
2 tsk karríduft
2 dl hafrarjómi (eða bara matreiðslurjómi)
2 rauðar papríkur
1 rautt chillí
1/2 blómkálshaus
Kjúllinn brúnaður á pönnu eða í potti uppúr smá olíu, lauknum bætt við og mýktur aðeins. Karríduftinu og rjómanum bætt við og leyft að malla smá við lágan hita. Papríkurnar saxaðar, chillíið snyrt fræhreinsað og saxað. Þessu bætt við í pottinn. Blómkálið er skorið í litla vendi og soðið í vatni þartil orðið aðeins mjúkt. Síðan bætt við í kjúklingapottinn. Öllu leyft að hitna í gegn.
Bar að sjálfsögðu fram með hráhrísgrjónum og salati sem innihélt saxað hvítkál og papaya. Smá tyrknesk jógúrt setti punktinn yfir i-ið (sjá mynd).
Indverskur kjúklingaréttur
1 laukur, saxaður
400 g kjúklingabringur (tvær), skornar í bita
2 tsk karríduft
2 dl hafrarjómi (eða bara matreiðslurjómi)
2 rauðar papríkur
1 rautt chillí
1/2 blómkálshaus
Kjúllinn brúnaður á pönnu eða í potti uppúr smá olíu, lauknum bætt við og mýktur aðeins. Karríduftinu og rjómanum bætt við og leyft að malla smá við lágan hita. Papríkurnar saxaðar, chillíið snyrt fræhreinsað og saxað. Þessu bætt við í pottinn. Blómkálið er skorið í litla vendi og soðið í vatni þartil orðið aðeins mjúkt. Síðan bætt við í kjúklingapottinn. Öllu leyft að hitna í gegn.
Friday, September 05, 2008
GI - sallat með beikoni
Áfram held ég að lista upp GI-mataræðinu. Í hádeginu í dag ætla ég að gæða mér á salati sem í er;
- steikt beikon
- 1 lítil dós "matvete" (svona hveitihafrar í dós)
- kirsuberjatómatar
- sykurbaunir, léttsoðnar
- blandað salat
og svo með því 10% Kesella (þeir kalla það ferskan ost, bragðast einsog sýrður rjómi) með fersku timjan og basil í.
- steikt beikon
- 1 lítil dós "matvete" (svona hveitihafrar í dós)
- kirsuberjatómatar
- sykurbaunir, léttsoðnar
- blandað salat
og svo með því 10% Kesella (þeir kalla það ferskan ost, bragðast einsog sýrður rjómi) með fersku timjan og basil í.
Thursday, September 04, 2008
GI - tvennskonar hversdagsspagettí
Það var spagettíréttur á fyrsta degi GI-viknanna tveggja... og svo aftur í kvöld á þriðja degi. Bæði jafn ótrúlega gott og verður pottþétt sett í "gera aftur" möppuna mína.
Upprunalega uppskriftin mælir náttúrulega með að notað sé heilhveitipasta og núna eftir að hafa prófað bæði venjulegt og heilhveiti (svona til að gera vísindalegan samanburð) get ég sagt að þetta heilhveitis er sko engu verra ! Alls ekkert pappírsbragð einsog ég var búin að ákveða í huganum. Ingó lýsti því yfir að honum þætti það meira að segja betra svo hananú ! Heilhveitibær héðan eftir ;)
Upprunalega uppskriftin mælir náttúrulega með að notað sé heilhveitipasta og núna eftir að hafa prófað bæði venjulegt og heilhveiti (svona til að gera vísindalegan samanburð) get ég sagt að þetta heilhveitis er sko engu verra ! Alls ekkert pappírsbragð einsog ég var búin að ákveða í huganum. Ingó lýsti því yfir að honum þætti það meira að segja betra svo hananú ! Heilhveitibær héðan eftir ;)
Pasta með rjómaskinkusósu/svindl-Carbonara (sjá mynd)
fyrir 4
Soðið spagettípasta (heilhveiti) sem nægir fyrir 4
1 gulur laukur, saxaður
olíusletta
2 dl hafrarjómi (hollara en venjulegur)
200 g reykt skinka í bitum (notaði sænskan kassler)
50 g parmesanostur, rifinn
2 egg
salt og pipar eftir smekk
Laukurinn hakkaður og léttsteiktur uppúr smá olíu í potti. Rjómanum bætt við og hitinn lækkaður í lægsta. Rífa parmesanostinn og bæta við eggjunum tveimur, hræra örlítið. Öllu blandað saman (best að gera það í pastapottinum eftir að búið er að hella vatninu af og taka af hellunni).
Pasta með zucchini, chevré og bresaola
fyrir 4
Hvernig getur pastaréttur ekki orðið guðdómlegur með þessu innihaldi ?
Soðið heilhveitispagettí fyrir fjóra.
1 zucchini (lítið), skorið í þunnar sneiðar og steikt á pönnu uppúr smá olíu þartil hefur tekið lit. Saltað, piprað og grófsaxað.
150 g chevréostur (geitarostur), mulinn
200 g bresaola (eða annað reykt álegg... hmmm... hvernig ætli fitulítið hangikjöt yrði í svona ?)
Ég lagði þannig uppá disk að ég setti fyrst bara soðið pastað, svo saxaða bresaolað, zucchiníið og ostinn að lokum. Þá getur hver og einn hrært í sínu eigin pasta svo osturinn smyrjist á pastað og verði að nammisósu.
Mestbest !
Tuesday, September 02, 2008
GI-menningin
Ég hef farið á marga megrunarkúra yfir æfina og hef af því dregið einn mikilvægan lærdóm; öfgar eru ekki að gera sig.
Atkins-kúrinn hefur þess vegna aldrei heillað mig neitt sérstaklega né heldur það sem ég hélt að væri GI-mataræði. En svo tók ég mig til og fór að lesa aðeins meira um þetta GI-dæmi allt saman. Komst fljótlega að því að það eru til öfgar innan GI líka ! Common sence GI er hinsvegar einhvað sem ég hef nú þegar aðhyllst og bara vissi ekki fyrr en ég fékk það staðfest þarna í girnilegu GI kokkabókunum sem ég var að skoða.
Ég meina... afhverju að vera að fræða sig um hvað er mátt hátt eða lágt GI ef maður á svo bara að sleppa öllu kolvetni algjörlega ?! Nei frekar fannst mér vit í því að velja sér góð kolvetni og sleppa þeim vondu (hvítt brauð, hvít hrísgrjón, venjulegt pasta og kartöflur).
Hráhrísgrjón, quinoa, bulgur og dökkt brauð er nefnilega alveg my cup of tea ;) Heilhveitipasta er kannski meira svona ullabjakk en hver veit.. kannski mér takist að bliðka bragðlaukana til að skipta út góða góða eggjapastanu sem ég borða venjulega !
Brauðát vandi ég mig af um leið og ég flutti til Svíþjóðar og mér hálfbregður alltaf þegar við erum heima á Íslandi í fríum hvað eitt svona risabrauð er fljótt að fara þarna í Þverásnum.
Ætti ekki að vera of flókið !
Svo.
Ákvörðun hefur verið tekin. Ég ætla að reyna að halda mig við bókina "Klaras Goda GI-dagar" sem ég keypti loksins eftir að hafa reynt að handskrifa helming uppskriftanna úr lánsbókinni sem ég var með frá bókasafninu. Þar er tveggja vikna matseðill gefin upp með ótrúlega girnilegum réttum í hádegi og kvöldmat.
Alltaf gaman að prófa einhvað nýtt og hver veit nema ég fái einhvað útúr því kílóa og heilsusamlega séð líka ?!
Í dag er semsagt dagur nr. 1 og í hádeginu gerði ég mér salat úr;
- kjúkling (átti inní frysti eldaðan kjúkling sem ég hafði skorið niður og geymt til að hafa í salati)
- gúrkubita
- kirsuberjatómata
- sykurbaunir eða belgbaunir (sugar snap peas/sockerärtor), léttsoðnar
- rauðlauk
- stórar hvítar baunir úr dós
Hellti yfir þetta cirka 1 tsk af rauðvínsediki og 1 msk olíu. Gerði svo dressingu úr 1/2 dl Kesella og 2 msk 15% sýrðum rjóma, salt, pipar og litla lófafylli af fersku timjani.
Í kvöld verður svo pasta með skinku og léttrjómasósu. Skelli inn uppskriftinni af því á morgun ;)
Atkins-kúrinn hefur þess vegna aldrei heillað mig neitt sérstaklega né heldur það sem ég hélt að væri GI-mataræði. En svo tók ég mig til og fór að lesa aðeins meira um þetta GI-dæmi allt saman. Komst fljótlega að því að það eru til öfgar innan GI líka ! Common sence GI er hinsvegar einhvað sem ég hef nú þegar aðhyllst og bara vissi ekki fyrr en ég fékk það staðfest þarna í girnilegu GI kokkabókunum sem ég var að skoða.
Ég meina... afhverju að vera að fræða sig um hvað er mátt hátt eða lágt GI ef maður á svo bara að sleppa öllu kolvetni algjörlega ?! Nei frekar fannst mér vit í því að velja sér góð kolvetni og sleppa þeim vondu (hvítt brauð, hvít hrísgrjón, venjulegt pasta og kartöflur).
Hráhrísgrjón, quinoa, bulgur og dökkt brauð er nefnilega alveg my cup of tea ;) Heilhveitipasta er kannski meira svona ullabjakk en hver veit.. kannski mér takist að bliðka bragðlaukana til að skipta út góða góða eggjapastanu sem ég borða venjulega !
Brauðát vandi ég mig af um leið og ég flutti til Svíþjóðar og mér hálfbregður alltaf þegar við erum heima á Íslandi í fríum hvað eitt svona risabrauð er fljótt að fara þarna í Þverásnum.
Ætti ekki að vera of flókið !
Svo.
Ákvörðun hefur verið tekin. Ég ætla að reyna að halda mig við bókina "Klaras Goda GI-dagar" sem ég keypti loksins eftir að hafa reynt að handskrifa helming uppskriftanna úr lánsbókinni sem ég var með frá bókasafninu. Þar er tveggja vikna matseðill gefin upp með ótrúlega girnilegum réttum í hádegi og kvöldmat.
Alltaf gaman að prófa einhvað nýtt og hver veit nema ég fái einhvað útúr því kílóa og heilsusamlega séð líka ?!
Í dag er semsagt dagur nr. 1 og í hádeginu gerði ég mér salat úr;
- kjúkling (átti inní frysti eldaðan kjúkling sem ég hafði skorið niður og geymt til að hafa í salati)
- gúrkubita
- kirsuberjatómata
- sykurbaunir eða belgbaunir (sugar snap peas/sockerärtor), léttsoðnar
- rauðlauk
- stórar hvítar baunir úr dós
Hellti yfir þetta cirka 1 tsk af rauðvínsediki og 1 msk olíu. Gerði svo dressingu úr 1/2 dl Kesella og 2 msk 15% sýrðum rjóma, salt, pipar og litla lófafylli af fersku timjani.
Í kvöld verður svo pasta með skinku og léttrjómasósu. Skelli inn uppskriftinni af því á morgun ;)
Subscribe to:
Posts (Atom)