Saturday, February 09, 2008

Svínasneiðar með engifer.... og appelsínuquinoasallati

Ég er áskrifandi að DN og það er fastur liður hjá mér að kíkja fyrst á öftustu blaðsíðuna því þar er "uppskrift dagsins". Hef ósjaldan prófað það sem þar er birt og það bregst næstum aldrei. Góður hversdagsmatur.
Þessi réttur tók (grínlaust) 20 mín að gera svo það er næstum fljótlegra heldur en að panta pizzu. Og náttlega töluvert hollari ;) Svo skemmdi það ekki heldur fyrir að það var quinoasallat með svínasneiðunum ! Elska elska elska quinoa.

Svínasneiðar með asískum keim ásamt appelsínuquinoasallati
úr DN 28. jan 2008
4 svínakjötssneiðar (hér kallast þær karré, einskonar kótilettur)
2 tsk rifinn engifer
1 hvítlauksrif, kramið
1 msk sojasósa
1 msk vatn
Kjötsneiðarnar steiktar á pönnu þartil farnar að taka lit, saltaðar og pipraðar. Engiferinn og hvítlaukurinn blandaður saman og smurt ofan á hverja sneið á pönnunni. Hitinn lækkaður og 1 msk sojasósu hellt yfir kjötið ásamt 1 msk (eða meir ef maður vill meiri sósu) vatni. Lok sett á pönnuna og kjötinu leyft að fullsteikjast nokkrar mínútur í viðbót, ca 8 mín.
Kjötið tekið uppúr pönnnni og smá sósuþykkni bætt út í vökvann sem myndaðist. Þá er komin heimsins besta sósa til að hafa með þessu.

Appelsínuquinoasallat
2 dl quinoa, soðið skv. leiðbeiningum á pakka ásamt 1 kanilstöng eða 1 stjörnuanís sem svo er tekin uppúr eftir suðu. (Ef þið eigið rautt quinoa þá er það sjúklega flott á litinn og extra gaman að nota það í þetta sallat)
1/2 lítill rauðlaukur, skorin í þunnar sneiðar
1 appelsína, afhýdd og "filéuð" (bátarnir skornir úr appelsínunni án þess að hýðið komi með), passa uppá að safinn af appelsínunni sé geymdur, kreista það sem eftir verður þegar búið er að skera bátana burt)
Smá persilja og salt.
Öllu blandað saman og borið fram með svínakjötsneiðunum og smá sósu.

1 comment:

Anonymous said...

Namm.... líst vel á að prófa þetta... mums! Og á allt í þennan rétt (karré í frystinum :-))

kv.
Halldóra Sk.