Þegar ég segi létt þá meina ég að hún er bæði léttgerð (einnig kallað imbaheld;)) og létt=diet. Frekar lítill sykur og smjör í þessu miðað við útkomumagn en þó alveg óhemjugóð. Maður getur bætt sér upp hitaeiningatapið með því að bera hana heita fram með vanilluís, þeyttum rjóma eða hinni sérsænsku vanillusósu.
Eplakaka með hindberjum
(úr "ViktVäktarna, Matnyttigt!")
3 3/4 dl hveiti með bakpulver eða lyftidufti í (ég notaði teskeið af hvoru til að vera viss!)
1 fingurklípa af salti
150 g smjör
3/4 dl sykur
225 g epli, skræld og skorin í litla bita
2 egg, slegin
3 msk léttmjólk
225 g fersk eða frosin hindber (ég hálf afþíddi þau frosnu sem ég notaði, kom ekki að sök)
3/4 dl möndluflögur
flórsykur að dusta yfir
Hitið ofninn í 175 gráður. Setjið bökunarpappír í botninn á hringlaga formi.
Blandið saman hveiti, salti og smjöri. Myljið með fingrunum þartil orðið að kornóttu deigi. Bætið svo við sykri, eggjum og mjólk. Hræra þartil allt samanblandað. Hrærið varlega saman við eplunum og meirihlutanum af hindberjunum (vaaaarlega því að hindberin kremjast ef farið er ógætilega, skemmir ekki bragðið en deigið verður ljósfjólublátt á litinn!).
Hellið deiginu í form og sléttið aðeins úr því. Hellið yfir afganginum af berjunum og möndluflögunum. Bakist í 60-75 mín eða þartil kakan hefur hefast og fengið fínan lit.
Taka úr forminu og dusta flórsykri yfir.
Monday, February 25, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Þetta hljómar eins og mjög girnileg kaka. Notar þú hrærivél eða hræri þú með sleif?
Hrærivélin frammað því að eplin og hindberin fara útí... þá er betra að nota sleif þannig að berin fari ekki í kremju.
Post a Comment