Thursday, January 24, 2008

Tómatsúpa og hrað-hefaðar brauðbollur

Fór í ICA um daginn að kaupa einhvað smáræði. Í grænmetistorginu var stór rúlluvagn hlaðin tilboðsvörum. Þar á meðal 1,5 kíló af plómutómötum á tíkall. Jáh... tíkalll (sænskar) !
Voru akkúrat vel þroskaðir og alveg tilvaldir í súpugerð.
Lagðist í rannsóknarvinnu og fann miljón og eina aðferð við að gera tómatsúpu. Letin rak mig frá því að gera súpur sem þurfti að hita, endurhita, sigta, sía og kæla svo aftur... átakið mitt og nýársheit rak mig frá því að gera rjómasúpu eða súpu með massamikið af eggjarauðum (a´la Jamie Oliver elskulegur) svo ég endaði á því einfaldasta. Og mikið svaðalega var hún góð ! Engu síðri daginn eftir heldur og skammturinn varð svo passlega stór að ég náði meira að segja að frysta einn skálarskammt.

Einfaldasta tómatsúpa í heimi
fyrir guðmávita hvað marga
1 laukur
2 hvítlauksrif - olía hituð í potti og laukunum leyft að svitna í nokkrar mínútur.
1,5 kíló af gróft söxuðum plómutómötum bætt útí og leyft að malla cirka 35 mínútur
Mixað með töfrasprota þartil orðið að sléttu súpumauki.
Kryddað að vild, ég setti vel af salti, pipar og ogguskonsu grænmetiskrafti.
Bar fram í djúpum skálum og setti smá lófafylli af rifnum osti út í hverja skál.

Hraðhefuðu brauðbollurnar voru svo algjört delish með. Líka svo sætar í muffinsformum ;) ATH ! brauðið festist dáldið við muffinsformin, sérstaklega nýbökuð en það á alveg að vera hægt að setja deigið í vel smurt og brauðmylsnuþakin muffinsformabakkann (eiga ekki örugglega allir svona muffinsformaplötu, með 12 muffinsgötum í? *heheh*).

Hraðhefaðar brauðbollur (úr DN jan/2008)
12 stykki

50 g lifandi ger eða þurrger því að jafnaði
2 dl mjólk
2 msk olía eða brætt smjör
1 tsk sykur
1 dl jógúrt (ég notaði þessa þykku tyrknesku, annars ætti AB mjólk eða álíka að duga)
1 egg
1,5 tsk salt
1 dl rúgmjöl eða annað gróft
6 dl hveiti
Ofn hitaður í 250 gráður.
Mjólkin velgd og hellt yfir gerið í deigskálinni. Öllu hinu bætt við, hveitinu síðast og látið vinnast í hrærivélinni í nokkrar mínútur á góðum hraða. Deigið verður mjög rennandi en það er í lagi... á að vera svo... Hellt í smurt og brauðmylsnuþakið muffinsform eða í muffinsform og leyft að hefast í 30-35 mín eða þartil tvöfalt í stærð. Sett inn í ofn og hann lækkaður niður í 200 gráður. Bakað í 15-20 mín.

No comments: