Friday, February 15, 2008

Thailenskur lax með núðlum

Fékk vinkonu og skólasystur (íslenska) í mat núna í vikunni. Hún er voða hrifin af lax svo ég ákvað að prófa eftirfarandi uppskrift sem var birt í DN einhverntíman... var rifinn úr og geymd þartil tækifæri gafst. Og það tækifæri gafst loksins þarna ;)
Var 30 mín að gera þetta, innifalið var spjall við gestinn og ein ferð niðrí þvottahús meðan vatnið fyrir núðlurnar færi að sjóða.
Lýgilega gott miðað við tíma og magn hráefnis !

Thailenskur lax með núðlum

Einn biti úr laxaflaki, stærð fer eftir fjölda gesta en við vorum þarna 2
1 tsk rautt curry paste (tælenskt)
Rifinn börkur af 1 lime
salt og pipar
Tók laxinn úr ísskápnum cirka 45 mín áður en það fór inn í ofn og bar á það þunnt lag af curry paste, saltaði og pipraði og reif svo yfir börkinn af 1 lime.
Lét þetta standa á borðinu meðan ofninn var að hitna og skellti því svo inn meðan ég var að steikja grænmetið með núðlunum. Var semsagt í cirka hálftíma við 175 gráður.

Eggjanúðlur, magn fer eftir fjölda, í upprunalegu uppskriftinni var ætlast til að maður notaði glernúðlur en ég er hrifnari af eggjanúðlunum svo ég nota þær.... Soðnar (matreiddar) skv. leiðbeiningum á pakkanum.
1-2 rauðar papríkur skornar í bita
2-3 vorlaukar/salatslaukar, sneiddir
Tvær hnefafyllir af frystu brokkolíi, afþýtt í örbylgjunni áður en notað
1,5 dl kókosmjólk
1 msk fiskisósa (Nam Pla)
safinn af liminu
Byrjaði á því að steikja papríkurnar á heitri pönnu með smá olíu í, bætti svo við vorlauknum og að lokum brokkolíinu. Steikti með hraði þartil allt fór að mýkjast örlítið. Bætti þá útí kókosmjólkinni og fiskisósunni og skellti tilbúnum eggjanúðlunum útá. Smakkaði til með limesafanum og leyfði öllu að hitna vel í gegn.

No comments: