Finnst asískur matur dáldið góður og þá sérstaklega sá tælenski. Svona sterkar og góðar kjúklingasúpur reka hvaða kvef sem er langt í burtu og þá sérstaklega sú fyrri sem inniheldur engifer. Sú seinni er svo dáldið matarmeiri afþví hún er með rísnúðlum í. Báðar þó léttar og góðar, gæti eiginlega ekki gert upp á milli þeirra !
Kjúklingasúpa I
2 kjúklingabringur skornar í strimla
10 sveppir, saxaðir
3 gulrætur, saxaðar
Þetta er steikt uppúr 2 tsk olíu, saltað og piprað.
5 dl vatn
2 msk kjúklingakraftur, þetta tvennt hitað að suðu og kjúklingnum og grænmetinu bætt út í og leyft að sjóða í 5 mín. Því næst er eftirfarandi bætt út í...
1 tsk engifer
1 rautt chillí, saxað
2 msk fiskisósa (Nam Pla)
1 dós léttkókosmjólk
safinn af 1 lime
1-2 tsk kóríander (eða ferskt kóríander að vild).
Leyft að sjóða aftur í 5-6 mín.
Kjúklingasúpa II
1 msk grænt currypaste (tælenskt)
2 miðlungsstórir gulir laukar, þunnt sneiddir
2 hvítlauksrif, pressuð
1 þurrkað limeblað (eða börkurinn af 1 lime)
1 líter vatn með kjúklingakrafti í
150 g kjúklingakjöt sem búið er að skera í strimla og steikja á pönnu
hnefafylli af rísnúðlum (ath að sumar tegundir þurfa að fá að liggja í bleyti í nokkrar mínútur áður en settar út í til suðu)
1 dl létt kókosmjólk
1 hnefafylli af ferskum kóriander
salt og pipar
Þykkbotna pottur er hitaður á hellu og currypeistið léttsteikt (30 sek), setja útí lauk, hvítlauk, limeblað og smávegis af kjúklingakraftinum. Leyft að sjóða í 5 mín eða þartil laukurinn er orðin mjúkur.
Leggið í kjúklingin, hellið við afganginum af kraftinum og leyfið suðunni að koma upp. Setjið svo núðlurnar út í og leyfið að sjóða í nokkrar mínútur (cirka þann tíma sem núðlurnar þurfa til að fullsjóðast). Takið pottinn af hellunni veiðið uppúr þurrkuðu limeblöðin (ef þau voru notuð) og bætið við kókosmjólkinni, kóríander og saltið og piprið að smekk.
Monday, February 25, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment