Ókei... þetta er kannski dáldið svona "creamy" heimilismatur en fersku tómatarnir og basilíkan gerðu þetta allt saman voða frísklegt og gott.
Svínakótilettur í basillíkusósu
4 beinlausar svínakótilettur
Steiktar á pönnu uppúr smá smjöri, teknar uppúr pönnunni og geymt meðan sósan er gerð.
2 hvítlauksrif, kramin
Örlitlu meira smjöri bætt á pönnuna og hvítlaukurinn mýktur smástund á pönnunni áður en restinni er bætt við;
1 dl vatn
2 msk fljótandi kjötkraftur
2 dl sýrður rjómi (ég notaði 15%)
handfylli eða eftir smekk af ferskri (eða frosinni) basillíku
Sósunni á pönnunni leyft að sjóða aðeins og kótiletturnar síðan lagðar á pönnuna aftur. Steikt/soðið uppúr sósunni í 5 mínútur í viðbót.
2 tómatar, skornir í litla bita
1 dl rifinn ostur
Dreift yfir kjötið á pönnunni og leyft að hitna aðeins eða þartil osturinn fer að bráðna.
Bar fram með ofnkartöflubátum en hefði ábyggilega verið gott með hrísgrjónum líka.
Saturday, April 05, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
yumyum! var að enda við að renna þessu niður og það var ROOOOOSA gott! :D
Post a Comment