Saturday, April 01, 2006

Tvær "kjötbollu" uppskriftir

Byrja á að setja inn það sem ég átti hvort eð er á tölvutæku... þá er þetta þó allt á sama stað; HÉR ! :)
Báðar þessar eru gerðar með hakki en sú seinni mæli ég sterklega með að sé notað lambahakk ef það er til... bragðmeira og betra en venjulegt nautahakk. Margar af mínum uppáhalds hakkupskriftum eru einmitt úr lambahakki, lofa að bæta þeim við hér síðar.

Litlar kjötbollur í karrí og kóríander

(LagaLätt 2005)
fyrir fjóra
250 g frosið blaðspínat
400 g svínahakk
1 egg
1 tsk af eftirfarandi; cummin, malið kóríander, múskat, salt... og svo smá pipar líka
1 msk olía
2 tsk (eða meira ef þú vilt sterkt....) grænt currypaste
1 1/2 dl (lítil dós) létt kókosmjólk
1/2 teningur kjúklingakraftur + 2 dl vatn
smá maízenaþykkir... magn eftir smekk
3 msk hakkað ferskt kóríander eða eftir smekk...

Þíddu spínatið og leggðu það í sigti svo þú getir kreist úr því allt vatnið. Hakkaðu helmingin af því gróft.
Blandaðu hakkið með eggi, kryddunum og hakkaða spítaninu (helmingnum þ.e.a.s). Rúllaðu valhnetustórar bollur úr blöndunni.
Hitaðu pönnu með olíunni og brúnaðu bollurnar á öllum hliðum. Taktu þær svo uppúr pönnunni og á disk meðan þú.... setur karrípeistið í pönnuna og steikir það í cirka 1 mín, hræra allan tímann! Helltu svo í kókosmjólkinni og kraftinum og láttu það sjóða í nokkrar mínútur. Leggðu svo kjötbollurnar í sósuna ásamt salti, pipar og ef til vill aðeins meiru karrípeisti. Ef þig langar að hafa sósuna þykkari bætiru við smá maizenaþykki eða ljósum sósuþykkji.
Hrærðu að lokum í kóríanderinn saman við ásamt restinni af spínatinu. Gott að bera fram með hrísgrjónum eða núðlum.

Kofta Karrí bollur

(Healthy Cooking; a commonsence guide)
fyrir fjóra
500 gr hakk (lambahakk helst)
1 laukur, saxaður
1 hvítlauksrif, saxað
1 tsk ferskt engifer niðurrifið (það er snilld að eiga ferskt niðurrifið engifer í krukku inní ísskáp... endist lengi)
1 rautt chillí, saxað
1 tsk garam masala
1 tsk malið kóríander
1/4 bolli (25 g) möndlur, saxaðar (þessu má sleppa og verður engu verra)
2 tsk hakkað ferskt kóríander (má líka sleppa)
1 tsk salt
Blanda þessu öllu saman og gera valhnetustórar bollur sem eru svo steiktar á pönnu... þarf ekki að steikja alveg í gegn því sósan kemur svo...

1 msk olía
1 laukur, saxaður
2 msk Korma karrí paste (eða annað karrí paste m/bragði)
400 g hakkaðir tómatar í dós
1/2 bolli (125 g) jógúrt, t.d. tyrknesk eða matreiðslujógúrt
1 tsk lime safi
Hitaðu olíuna í potti á lágum hita, bættu við lauk og steiktu í nokkrar mínútur þartil mjúkur og gylltur. Bættu við karrípeistinu ásamt tómötunum og leyfðu að malla í 5 mín. Hrærðu við jógúrtina, 1 msk í einu, og limesafanum. Helltu sósunni yfir bollurnar á pönnunni og mallaðu á lágum hita með loki á pönnunni í cirka 20 mín.
Ferski kóríanderin stráð yfir áður en borið er fram með hrísgrjónum.

No comments: