Wednesday, March 29, 2006

Quinoa

Nýjasta hráefnisæðið mitt er quinoa. Það er svipað og búlgur og couscous ef þú kannast við það, og fæst líklega í sömu hillu útí matvörubúð. Munurinn er bara sá að quinoa er "mýkri" undir tönn en hitt sem mér finnst oft frekar þurrt. Svona einsog munurinn milli kartaflna og pasta... skilst það ?
Maður þarf að byrja á að skola quinoafræin vel uppúr vatni áður en það er soðið. Rosa gott bæði heitt og kalt.

Hérna koma uppskriftirnar tvær sem ég er búin að prófa so far... báðar sjúkó góðar !

Quinoa sallat med mangó og rækjum

(úr LagaLätt 05/2005)
2 dl quinoa
4 dl vatn
500 gr rækjur
1 mangó
1 avókadó
1 rauð papríka
2 sallatslaukar (eða smá vorlaukur
1/2 gúrka
handfylli af ferskum kóríander
2 msk limesafi
salt og pipar
Setja upp vatnið að suðu, quinoa bætt við og látið sjóða í cirka 15 mínútur. Rækjunum bætt við þegar quinoað er fullsoðið svo volgni örlítið.
Saxa niður allt grænmetið eftir smekk (sumt í bita, annað í báta o.sfrv.). Öllu blandað við quinoarækjurnar og limesafinn ásamt salti, pipar og kóríander bætt við í lokin.

Quinoasallat með rauðbeðum og valhnetum

(af www.Tasteline.com)
3 ferskar rauðbeður
2 dl quinoa
4 dl vatn með grænmetiskrafti
1 poki babyspínat
2 msk sítrónusafi
1 fínhakkaður rauðlaukur
1 fínhakkað hvítlauksrif
100 gr fetaostur
6 valhnetukjarnar, saxaðir
Rauðbeðurnar soðnar, skrælaðar og skornar í bita. Quinoa soðið uppúr grænmetiskraftsvatninu. Raðað í salatskál í eftirfarandi röð; spínat, rauðbeður, quinoa, sítrónusafi, laukar, fetaostur, hnetur.
Þetta var borið fram með pönnusteiktum lax en mér fannst þetta alveg eins geta virkað sem matarmikið salat eitt og sér.

2 comments:

Iris og Oli said...

JippiSkippi!! Mikið finnt mér það frábært að þú sért komin með matarblogg! Hentar ótrúlega vel núna þegar maður er fluttur á skerið og hefur ekki möguleika á góðum ráðum á hverjum degi í gegnum símann eins og áður. Set link beint í Favourites, mun fara hér inn oft í viku!
Knús og kveðjur,
//Iris

María said...

Prófaði salatið með rauðbeðum og valhnetum. Bætti í túnfisk og grænum baunum (frysta ärter) og voila fínasta máltíð fyrir einbúann. Virkilega fín uppskrift sem auðvelt er að aðlaga að því sem til er í skápunum.