Friday, April 28, 2006

Mangósalsa

Eldaði eftir uppskrift úr misgömlu Mannlífsblaði í gær. Sesamhúðaður lax með mangósalsa. Laxinn var frekar einfaldur en ekkert voða spes miðað við hversu miklar væntingar ég bar til þess sem borið var á laxinn áður en hann var settur inní ofn; mangóchutney !, sesamfræ, salt og pipar.
Hinsvegar fylgdi með dýrindis mangósalsa sem var alveg sjúklega gott og ég á definetly eftir að gera aftur með fisk eða grillmat.

Mangósalsa

1 þroskað mangó, skorið í teninga
1/2 rauð papríka og
1/2 græn papríka, skorið í passlega litla bita
1 rauðlaukur, saxaður
handfylli af basilíku, söxuð
salt og pipar
2 msk hvítvínsedik
1 msk olía
1 tsk hunang
(svo væri ábyggilega vert að prófa að setja saxað rautt chillí ÁN fræja til að spica þetta aðeins upp)

No comments: