Monday, April 10, 2006

Brownies með meiru

Keypti mér bók í fyrra sem ég er búin að margnota. Ekki oft sem ég margnota uppskriftabækur sem innihalda meira eða minna kökur og annað gúmmelaði en þarna viðurkenni ég fyllilega ... að ég er fallinn.
Ansi mikið einfaldar uppskriftir þarna sem byggja oftast á sama magni af smjöri/sykri/hveiti/lyftidufti en svo bætist alltaf við einhvað lýmskulega gott stöff sem gerir verkið einstakt, bæði í útliti og bragði.
Vara við að þetta er ekki fyrir sykurviðkvæmt fólk ! Algjörar spariskúffur þarna á ferð !

Expresso Brownies (úr Brownies and Bars)
250 g smjör
500 g sykur
100 g dökkt súkkulaði
50 g hreint kakóduft
4 egg
100 g "self raising flour" (hveiti með lyftidufti í; fyrir 1 bolla af hveiti er 2 tsk af lyftidufti)
2 msk sterkt expresso kaffi
2 msk heilar kaffibaunir, malaðar gróft
Hita ofninn að 180 gráðum. Setja smjörið, sykur, súkkulaðið og kakóið í pott og hita á lágum hita, hræra stöðugt, þartil smjörið er bráðnað. Verður að þykkum, grófkorna legi sem er svo leyft að kólna. Hrærið eggin, eitt og eitt saman við súkkulaðiþykknið og hrærið svo hveitið og expressokaffið við.
Hellið í ofnskúffu (djúpa, 20 x 30 cm að stærð) og dreifið grófmöluðu kaffibaununum yfir deigið. Bakist í 25 til 30 mínútur eða þartil deigið er rétt nýfarið að verða fullbakað. Passa þarf vel uppá að ofbaka ekki... deigið á að vera "fudgy". Leyft að kólna í ofnskúffunni og skorið í hæfilega stóra bita. Geymt í loftþéttu íláti.

Súkkulaði, peru og macadamia-hnetu Brownies (úr sömu bók, sjá ofan)
250 g smjör
500 g sykur
100 g hreint kakóduft
4 egg
100 g "self raising flour" (hveiti með lyftidufti í; fyrir 1 bolla af hveiti er 2 tsk af lyftidufti)
2 þroskaðar en stinnar perur, afhýddar, kjarninn tekin úr og skornar í bita.
100 g macadamiahnetur, gróflega saxaðar
Hita ofninn að 180 gráðum. Setja smjörið, sykur og kakóið í pott og hita á lágum hita, hræra stöðugt, þartil smjörið er bráðnað. Verður að þykkum, grófkorna legi sem er svo leyft að kólna. Hrærið eggin, eitt og eitt saman við súkkulaðiþykknið og hrærið svo hveitið, perurnar og hneturnar við. Hellið í ofnskúffu (djúpa, 20 x 30 cm að stærð). Bakist í 25 til 30 mínútur eða þartil deigið er rétt nýfarið að verða fullbakað. Passa þarf vel uppá að ofbaka ekki... deigið á að vera "fudgy". Leyft að kólna í ofnskúffunni og skorið í hæfilega stóra bita. Geymt í loftþéttu íláti.

No comments: