Monday, April 03, 2006

Pasta sem garanterar sumarfílinginn

Þessi uppskrift er frá sætabossanum honum Jamie Oliver. Ég reyndar tek mér alltaf bessaleyfi þegar ég þýði uppskriftir frá frummáli yfir á íslensku að staðfæra/uppfæra og breyta einsog ÉG geri uppskriftina sjálf (hlutföll verða kannski öðruvísi o.sfrv.). Þá vitiði það...
Það er algjörlega fyrirhafnarinnar virði að möndlast við tómatana í staðinn fyrir að nota tómata úr dós. Mar verður líka svo einstaklega sérstaklega stollt af sjálfri sér að nenna því.... og verðlaunast vissulega þegar bragðlaukarnir hefja sitt starf.

Pasta með rækjum og "sætri" tómatsósu
(Jamie´s Kitchen)
Fyrir allt að fjóra,
8 ferskir plómutómatar, mega alveg vera soldið þroskaðir en alls ekki grænir! (gengur alveg með venjulega tómata eða tómata úr dós)
salt og pipar
1 msk af smjöri
olívuolía 1 msk
300 gr. rækjur
1 hvítlauksrif
1 sítróna (safinn og börkurinn rifinn smátt utanaf)
koníakslurkur... ca 1 msk (má sleppa)
100 ml matreiðslurjómi (15% rjómi)
Tagliatelle pasta, magn eftir þörfum
handfylli af saxaðri ferskri persillu
Tómatarnir eru "blancheraðir" (hýðið tekið af)... sem er gert svona:
Maður sker í burtu kjarnann (sem er efstur)... þarf ekki að vera djúpur skurður... bara fara með hnífinn rétt hringinn í kringum kjarnan og fjarlægja hann í burtu. Skera léttan kross í botninn á tómatinum, krossinn verður að fara a.m.k. í gegnum hýðið á tómatinum. Vatn látið sjóða í potti og tómötunum skella útí í ca hálfa mínútu... þið sjáið þegar hýðið fer að losna aðeins af. Teknir uppúr einn í einu með skeið og látnir oní skál með köldu vatni. Svo getur maður tekið þá í hendina og einfaldlega togað hýðið af... losnar af einsog bananahýði ! Ógó sniðugt og miiiiklu betra en tómatar úr dós í svona rétti!
"Nakinn" tómaturinn er þá tekin og skorin í tvennt, fræin og það sem er innaní er tekið úr með skeið og hent svo það sé bara "kjötið" af tómatinum sem er eftir. Það er svo hakkað léttilega svo það verði í sæmilegum teningum. Voila !


Hitar pönnu og setur smjörið og olíuna á þartil orðið sæmilega heitt... steikir í nokkrar mínútur hvítlaukinn, sítrónubörkinn (smátt rifin á rifjárni!), rækjurnar og tómatana. Bæta við koníakinu (ef vill) og láta hitna aðeins í gegn. Bæta næst við rjómanum og láta malla í 2-3 mínútur. Bragðbæta með sítrónusafanum, salti og pipar (maður verður að smakka sig vandlega til... má ekki vera of mikill sítrónusafi og alveg slatti af salti)
Þessu er svo bætt við soðið pastað og hakkaðri persillu stráð yfir.

No comments: