Tuesday, May 02, 2006

Banana who ?

Elska banana í mat; bananakökur og bananabrauð er æði !
Þessar tvær eru favvó og endurteknar á víxl á þessu heimili;

Bananahleifur (úr Good Food, apríl 2004)
p.s. ! má frysta !
100 g smjör
140 g ljós muscavado sykur
2 egg
3 þroskaðir bananar, maukaðir (cirka 450 g)
50 g pecan hnetur
50 g rúsínur
150 ml "buttermilk" (ég nota gräddfil hérna í Svíþjóð, ætli súrmjólk/ab mjólk myndi ekki ganga líka!)
250 g hveiti
1 tsk matarsódi

Hita ofn í 160 gráður f. blástursofn, 180 gráður venjulegan. Smyrja aflangt jólakökuform og setja bökunarpappír í botninn einungis.
Hræra vel saman sykur og smjör þartil ljóst og kremkennt. Bæta við eggjum, einu í einu... gerir ekkert til ef það virðist verða kekkjótt. Bæta svo við maukuðum bönunum, hnetum, rúsínum og gräddfil/súrmjólk. Hveitið er siktað í ásamt matarsódanum og blandað varlega ("fold") saman við, passa vel uppá að ofhræra ekki ! Þessu er svo hellt í formið og bakað í cirka 1 klst og 15 mínútur.

Banana og pekanhnetuskúffukaka (Brownies and bars)
200 g smjör
200 g sykur
3 egg
200 g "self raising flour" (2 tsk lyftiduft fyrir hvern bolla af hveiti)
2 þroskaðir bananar
150 g pecan hnetur, gróflega saxaðar
Hita ofn í 180 gráður. Hræra vel saman smjöri og sykri (þartil kremkennt) og bæta svo við eggjunum einu í einu. Hræra hveitinu varlega saman við ("folda"). Bananar og hnetur hrærðar varlega við í lokin. Hella í smurt form (djúpt, 20x30 cm) og baka í cirka 25 mínútur. Kælt og skorið í hæfilega stórar sneiðar. Geymt í loftþéttu íláti.

No comments: