Við sem erum einhvað örlítið GI meðvituð forðumst kartöflur einsog heitan eldinn... en ég er sko búin að finna það næst besta; stórar hvítar baunir !
Heitar eða kaldar eru þær alveg einsog kartöflur á bragðið. Og núna þegar ég hef prófað að gera súpu úr þeim er ég alveg sannfærð um bragðvíxlunina. Fín "skápasúpa" í þokkabót (ef mar á tvær dósir af stórum hvítum baunum eða í öðru falli Cannellinibaunir í skápnum og spínat í frystinum er dæmið klárt).
Súpa úr hvítum baunum
1 laukur, saxaður
1 hvítlauksrif, pressað/kramið
2 dósir af stórum hvítum baunum eða Cannellini baunum þær fyrrnefndu finnast ekki, vökvanum hellt af og baunirnar skolaðar.
1 l grænmetis eða kjúklingasoð
2 msk sítrónusafi
rifinn sítrónubörkur af 1/2 sítrónu
1 dl sýrður rjómi
spínat í frjálsu magni (ferskt eða frosið og afþítt; vatnið kreist vel úr)
salt og pipar
Laukarnir mýktir í smá olíu, baunum og soði bætt við. Leyft að malla í 10 mín og svo mixað slétt með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Sítrónusafa og berki bætt við ásamt sýrða rjómanum. Spínatinu bætt við og leyft að hitna í gegn. Smakkað til með salti og pipar.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment