Thursday, January 28, 2010

GI-bananabrauð... ofurhollt !

Það er ekki beint auðvelt að baka GI-heldar uppskriftir og þess vegna varð ég dálítið vel forvitin að komast að því hvernig þessi yrði á bragðið. Þurfti aðeins að breyta frá upprunalegu uppskriftinni (amerískar vörur sem ég hef ekki aðgang að) en mér fannst útkoman alveg fantagóð. Vel samkeppnishæft við þær útgáfur sem ég er vön að baka og stútfull af "góðum" sykri, eggjahvítu, grófmöluðu spelti, hörfræjum og þar fram eftir götunum.

Hollt (GI) bananabrauð

1,5 bolli (355 ml) heilhveitispelt eða heilhveiti venjulegt
3/4 bolli (177ml) hörfræ sem eru keyrð í matvinnsluvél þartil orðin að grófu dufti
2 tsk lyftiduft/bakpulver
1 tsk matarsódi/natrón
1 tsk kanil
1/2 tsk salt
3 vel þroskaðir bananar
6 msk sykur að eigin vali. Ég notaði ávaxtasykur (fruktos) í sama magni þar sem hann er GI vænni en sá hvíti/brúni.
3/4 bolli (177 ml) gräddfil/buttermilk/þykk venjuleg jógúrt með smá sítrónusafa útí
4 eggjahvítur
1 tsk vanilludropar
3/4 bolli (177ml) saxaðar valhnetur.

Byrjaði á því að þeyta eggjahvíturnar ásamt sykrinum þartil þær voru farnar að freyða vel. Ekki stífþeyta þó, bara farnar rétt að lyfta sér. Bætti svo öllum þurrefnunum saman og þeytti örstutta stund saman við hvíturnar.
Stappaði bananana og bætti við þá gräddfilnum og vanilludropunum. Hrærði þetta varlega saman við hvíturnar+hveitið og allra síðast söxuðu valhneturnar.
Hellti í aflangt form og bakaði við 175 gráður í 40-50 mín.

No comments: