Í fyrra gróf ég eigin lax sem við höfðum svo í forrétt á gamlárskvöld. Ákvað að gera slíkt hið sama þetta árið og eftir að hafa skoðað ýmsar kryddblöndutillögur ákvað ég að halda mig við þá sömu og í fyrra... enda var það alveg rosalega gott ;)
Í kryddblönduleitinni minni sá ég ferlega fínt myndband á tasteline.com sem sýnir handtökin við að grafa lax. Sjá hér. Margar uppskriftir mæla með því að maður frysti laxinn áður en hann er grafinn en ég nota trixið hennar Bergljótar ömmu minnar og frysti hann eftir grafningu, tek hann svo úr frysti sama dag/kvöld og ég ætla að bera hann fram svo að hann sé hálffrosinn þegar ég sker hann. Þá er miklu auðveldara að skera í næfurþunnar sneiðar og ef hann er ennþá frosin þegar maður sker þá þiðnar hann á nokkrum mínútum þarna í sneiðum á fatinu. Að frysta er algjört lykilatriði til að fá í burtu allar mögulegar salmonellur og skemmtileghet...
Svo já. Aðferðin er þessi;
Tekur heilt laxaflak og skerð í tvo jafn stóra hluta. Blandar saman
4 msk sykur
2 msk salt
2 tsk þurrkuð einiber, barin í morteli
2 tsk þurrkaður rósarpipar, barin í morteli
og berð ofaná báða laxabitana. Svo er 1-2 cl gini dreypt yfir.
Núna set ég plastfilmu ofaní fat sem annar laxbitinn passar ofaní. Einn laxbiti er settur þarna í með hreistrið niðurávið, klippa svo góðri lúkufylli af dilli ofaná og dreifa yfir 1 dl af trönuberjum. Hinn laxabitinn er svo settur ofaná svo myndi einskonar samloku (hreistrið uppávið semsagt).
Öllu pakkað inní plast og farg sett ofaná. Látið standa í kæli í 1-2 daga og svo fryst þartil á að notast.
Saturday, December 20, 2008
Friday, December 19, 2008
Smákökur með trönuberjum og hvítum súkkulaðibitum
Ég á sérstakan jólauppskriftakassa fullan af jólamatreiðslublöðum og bókum. Þangað fer sko nýjasta uppskriftabók Nigellu Lawson "Nigella Christmas" þegar jólin eru búin og bíður eftir mér til næsta árs ;)
Prófaði smákökuuppskrift úr bókinni og verð að segja að hún kom mér á óvart. Kannski var það afþví ég var nýbúin að baka (og smakka) íslenska smákökuuppskrift sem var svo dísæt að mér leið einsog ég væri að bryðja bragðbættan sykurmola. Svo þegar koma að frú Nigellu minnkaði ég sjálfkrafa sykurmagnið með prýðis árangri. Ég hef nefnilega komist að því að ég er ekkert rosalega mikið fyrir súkkulaðibakstur eða dísætar kökur. Frekar ávexti og haframjöl !
Þessi smákökuupskrift inniheldur bæði.
Smákökur með trönuberjum og hvítum súkkulaðibitum
(eiga að gefa 30 stykki)
150 g hveiti
1/2 tsk "baking powder" / bakpulver / örlítið minna ef notað er lyftiduft
1/2 tsk salt
75 g haframjöl
125 mjúkt smjör
75 g púðursykur eða dökkur muscavadosykur, ég minnkaði magnið niður í 60 g
100 g sykur, aftur minnkaði ég magnið niður í 85 g
1 egg
1 tsk vanilludropar
75 g þurrkuð trönuber
50 g pecan hnetur, saxaðar
150 g hvítir súkkulaðidropar eða "chips". Fann hvergi svoleiðis svo ég keypti hvítt blokksúkkulaði og saxaði það.
Hita ofninn í 180 gráður. Mæla í skál hveiti, bakpulver, salt og haframjöli.
Þeyta saman í hrærivél smjöri og sykri (bæði púðursykri og venjulega) og bæta svo við egginu. Hræra svo saman við hveiti/haframjölsblöndunni. Hnoða svo saman við trönuberjunum, hnetunum og súkkulaðinu.
Svo er að bretta upp ermarnar ! Taka litla lúkufylli af deigi og rúlla í kúlu. Hversu stóra fer eftir því hversu stórar kökur þú ert að skjóta á að fá. Ég gerði golfkúlustærð. Setja á bökunarpappírsklædda ofnplötu og þrýsta svo aðeins niður þannig að kúlan fletjist örlítið út. Baka í heitum ofninum í cirka 15 mín. Leyfa að kólna áður en tekið er af plötunni.
Þessar má baka og frysta í allt að 3 mánuði. Þíða þá við stofuhita. Geymast annars í 5-7 daga í lokuðu íláti.
Prófaði smákökuuppskrift úr bókinni og verð að segja að hún kom mér á óvart. Kannski var það afþví ég var nýbúin að baka (og smakka) íslenska smákökuuppskrift sem var svo dísæt að mér leið einsog ég væri að bryðja bragðbættan sykurmola. Svo þegar koma að frú Nigellu minnkaði ég sjálfkrafa sykurmagnið með prýðis árangri. Ég hef nefnilega komist að því að ég er ekkert rosalega mikið fyrir súkkulaðibakstur eða dísætar kökur. Frekar ávexti og haframjöl !
Þessi smákökuupskrift inniheldur bæði.
Smákökur með trönuberjum og hvítum súkkulaðibitum
(eiga að gefa 30 stykki)
150 g hveiti
1/2 tsk "baking powder" / bakpulver / örlítið minna ef notað er lyftiduft
1/2 tsk salt
75 g haframjöl
125 mjúkt smjör
75 g púðursykur eða dökkur muscavadosykur, ég minnkaði magnið niður í 60 g
100 g sykur, aftur minnkaði ég magnið niður í 85 g
1 egg
1 tsk vanilludropar
75 g þurrkuð trönuber
50 g pecan hnetur, saxaðar
150 g hvítir súkkulaðidropar eða "chips". Fann hvergi svoleiðis svo ég keypti hvítt blokksúkkulaði og saxaði það.
Hita ofninn í 180 gráður. Mæla í skál hveiti, bakpulver, salt og haframjöli.
Þeyta saman í hrærivél smjöri og sykri (bæði púðursykri og venjulega) og bæta svo við egginu. Hræra svo saman við hveiti/haframjölsblöndunni. Hnoða svo saman við trönuberjunum, hnetunum og súkkulaðinu.
Svo er að bretta upp ermarnar ! Taka litla lúkufylli af deigi og rúlla í kúlu. Hversu stóra fer eftir því hversu stórar kökur þú ert að skjóta á að fá. Ég gerði golfkúlustærð. Setja á bökunarpappírsklædda ofnplötu og þrýsta svo aðeins niður þannig að kúlan fletjist örlítið út. Baka í heitum ofninum í cirka 15 mín. Leyfa að kólna áður en tekið er af plötunni.
Þessar má baka og frysta í allt að 3 mánuði. Þíða þá við stofuhita. Geymast annars í 5-7 daga í lokuðu íláti.
Friday, December 12, 2008
Árangur jólagjafadútls ársins
Gaf mér tíma í dag til að stússast aðeins í konfekt- og kassagerðinni sem ég var búin að tala svo mikið um (sjá áður birta færslu hér).
Árangurinn var stórkostlega, unaðslega fallegur... já og góður líka. Uppskriftin var ekki fyrir 12 döðlur einsog hún Leila hafði gefið til kynna heldur endaði ég með 25 stykki þegar upp var staðið. Ekkert verra enda er þetta alveg einstaklega gott !
Braut saman kassana á korteri og voila.... komin hin fínasta jólagjöf sem verður færð gestgjöfum kvöldsins (við erum sko að fara í jólaboð á eftir).
Árangurinn var stórkostlega, unaðslega fallegur... já og góður líka. Uppskriftin var ekki fyrir 12 döðlur einsog hún Leila hafði gefið til kynna heldur endaði ég með 25 stykki þegar upp var staðið. Ekkert verra enda er þetta alveg einstaklega gott !
Braut saman kassana á korteri og voila.... komin hin fínasta jólagjöf sem verður færð gestgjöfum kvöldsins (við erum sko að fara í jólaboð á eftir).
Wednesday, December 03, 2008
GI-hakk og spakk með indverskum blæ
Hvert heimili hefur sína eigin útgáfu af þjóðarréttinum hakk og spagettí. Sumir setja smá rjómaost útí, aðrir sveppi, rifnar gulrætur, tómatpuré... eða hreinlega bara tilbúna dósasósu útá nautahakkið.
GI-frelsaði sjálfa mig um daginn og héðan verður ekki snúið !
Hakk og spagettí með indverskum blæ.
f. 4
1 laukur, saxaður
3 hvítlauksrif, einnig söxuð
1 msk karrí
1 tsk engifer (duft, ekki ferskt)
möluð nellika á hnífsoddi
1 dl tómatpuré
1 dl vatn
400 g nautahakk
Hvítlaukur og laukur steikt uppúr örlítillri olíu. Bæta við hakkinu og öllum kryddunum. Salta og pipra. Vatninu helt útá pönnuna og látið malla í nokkrar mínútur.
Borið fram með heilhveitispagettíi (ofcourse!) og mangósósu sem ég geri úr sýrðum rjóma með smá mangóchutney. Ef maður ætlar að vera alveg agalega flottur á því má setja möndluflögur oná alveg í blálokin ;)
GI-frelsaði sjálfa mig um daginn og héðan verður ekki snúið !
Hakk og spagettí með indverskum blæ.
f. 4
1 laukur, saxaður
3 hvítlauksrif, einnig söxuð
1 msk karrí
1 tsk engifer (duft, ekki ferskt)
möluð nellika á hnífsoddi
1 dl tómatpuré
1 dl vatn
400 g nautahakk
Hvítlaukur og laukur steikt uppúr örlítillri olíu. Bæta við hakkinu og öllum kryddunum. Salta og pipra. Vatninu helt útá pönnuna og látið malla í nokkrar mínútur.
Borið fram með heilhveitispagettíi (ofcourse!) og mangósósu sem ég geri úr sýrðum rjóma með smá mangóchutney. Ef maður ætlar að vera alveg agalega flottur á því má setja möndluflögur oná alveg í blálokin ;)
Subscribe to:
Posts (Atom)