Friday, June 16, 2006

Mangókjúlli the easy way

Prófaði þessa í gær og betrumbætti frá upprunalegu Weight Watchers uppskriftinni. Stórgott, fljótgert, auðvelt og fitulítið ;) Þessi uppskrift er fyrir tvo en það er um að gera að bæta við magni hér og þar eftir hentugleika og smekk, sérstaklega í sósunni. Mismunandi hvað fólk vill mikla bleytu á disknum sínum !

Mangókjúlli

2 kjúklingabringur kryddaðar með salti, pipar og papríkukryddi

3 dl vatn
1 laukur, saxaður
2 bananar, niðurskornir í hæfilega bita
1 tsk karrí
3 msk mangó chutney
4 msk matreiðslurjómi (fituminni)
ljós sósuþykknir eftir smekk

Kryddar kjúllann og steikir á pönnu í olíu eða smá smjöri þartil brúnn og fínn. Þarf ekki að gegnumsteikja því svo er vatninu og lauknum bætt við á pönnuna og látið malla með loki á í 20 mín eða svo.
Bringurnar eru svo teknar uppúr og haldið heitum meðan sósan er búin til. Banananum er skellt í vatnið á pönnunni og karrí, mangó chutney og matreiðslurjómanum bætt við. Látið malla saman þartil orðið sósukennt, heitt og fínt. Þykkni bætt við eftir smekk.

Borið fram með hrísgrjónum og góðu salati.

No comments: