Vissiru að það væri hægt að gera risotto í örbylgju ? Ekki ég heldur... fyrr en fyrir stuttu... og varð hissa á hversu auðvelt og gott þetta er. Minnkar fyrirhöfnina á matreiðslunni til muna ;)
Fljótgert tómata risottó (úr Good Food, maí 2006)
250 g risotto hrisgrjón (Arborio til dæmis)
1 laukur, fínsaxaður
50 g smjör
140 ml grænmetiskraftsvatn
500 ml passata (fínmaukaðir tómatar, einskonar þykkur tómatasafi)
500 g kirsuberjatómatar
100 g mozzarellakúla, skorin eða rifin í stóra bita
rifin parmesanostur eftir smekk ásamt ferskri basilíku
Blandið saman í örbylgjuheldri skál grjónunum, lauknum og helmingnum af smjörinu. Setjið á lok (eða plastfilmu þétt) og hitið í örbylgjuofninum á hæstu stillingu í 3 mínútur. Hrærið við kraftinum ásamt passatainu og haldið áfram að hita í örbylgjunni án loks/filmu í 10 mín. Hræra vel aftur og blanda við ferskum tómötunum og mozzarellaostinum. Öbba aftur í 8 mínútur eða þartil hrísgrjónin eru orðin alveg passlega "soðin". Þarf kannski að bæta við nokkrum mínútum ... fer eftir styrkleika örbylgjuofnsins.
Þá mega grjónin slaka á í nokkrar mínútur og blanda svo við restinni af smjörinu, parmesaninu og basil. Salta og pipra að lokum.
Tuesday, May 16, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment