Friday, June 23, 2006

Hversdagsmatur; svínakjöt með pestói

Held áfram með hversdagslegan mat (einsog kjúllarétturinn hér að neðan). Var rétt í þessu að prófa þennann rétt;
Svínakótiletta, barin út þartil tvöföld að stærð og frekar þunn. Söltuð og pipruð.
Grænt pestó er svo borið á eina hliðina
Parmaskinka (ein sneið) er sett yfir pestóið og rúllað uppá kjötið svo pestóið og skinkan "lokist inni".
Kjötrúllunni er svo vellt uppúr smávegis hveiti.
Steikt á pönnu á öllum hliðum, samtals um 7-8 mínútur eða þartil gegnumsteikt.

Ferlega gott borið fram með kartöflubátum sem hafa verið ofnsteiktir (olía, salt, pipar, 200° í cirka hálftíma) og rétt áður en borið er fram er þunnt sneiddur vorlaukur settur saman við.
Og salati að sjálfsögðu ;)

No comments: