Móðir mín elskuleg bauð okkur uppá þetta um páskana ásamt geggjuðum kjúlla (sem ég á eftir að prófa og gefa svo uppskriftina hingað inn). Ég hermdi svo og bauð uppá þetta um helgina ásamt íslenskum grilluðum lambalærissneiðum. Súperdúpergott og á pottþétt eftir að vera endurtekið oft í sumar með grillmatnum.
Perusalat með gráðaosti
(hlutföllin fara eftir smekk finnst mér)
Perur, afhýddar og úrkjarnaðar, skornar í hæfilega stóra báta
Steiktar uppúr smá smjöri þartil mjúkar en samt ekki farnar að detta í sundur.
Spínat sett í skál og olíu, sítrónusafa, salti og pipar blandað við.
Furuhnetur þurrsteiktar á pönnu.
Nachos snakk með chillíbragði brotið í litla bita... cirka lúkufylli eða meira eftir smekk.
Gráðaostur mulin í bita.
Öllu blandað saman og vessegú !!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment