Ég er búin að komast að því! Finna mitt "últimate" bestasta. Ég ætla ekki að þykjast búa til eigin uppskriftir en hinsvegar safna ég að mér uppskriftum, bókum, bæklingum, afrifum úr blöðum, bloggum... jah... hvar sem uppskrift er að finna. Tek með mér heim og reynslubaka eða elda. Og svo stundum nær maður að gera samanburð. Fann nýtt og skemmtilegt bökunarblogg hjá rithöfundi sem ég dáist mikið að, og að sjálfsögðu varð ég að prófa hennar chocolate chip cookies.
En því miður! Því miður stóðst það bara engan vegin þær súkkulaðibitakökur sem ég bakaði eftir uppskrift úr gömlu Laga Lätt blaði (nr10, 2010). Og að sjálfsögðu verð ég að skrásetja þetta hér. Ég held að sú staðreynd að í góðu uppskriftinni eru hnetur og haframjöl, smjörið er óbrætt og útkoman eru seigar og passlega sætar kökur geri það að verkum að þessar hafa vinningin frammyfir Lomelinokökurnar sem eru stökkar og með alveg geðsýkislega miklu súkkulaðibitum í. En hei, ef þér finnst það bestast þá er hlekkurinn hérna fyrir ofan ;)
Chocolate Chip Cookies / Súkkulaðibitakökur
100 g dökkt súkkulaði (70% cirka)
1 dl hakkaðar heslihnetur eða aðrar hnetur
2 dl farinsocker (púðusykur)
1,2 dl venjulegur sykur
150 g smjör, við stofuhnita
2 egg
3 dl hveiti
3 dl haframjöl
1/2 tsk bíkarbónat (natrón)
2 klípur salt
Hita ofn á 200gráður. Hakka súkkulaði og hnetur gróft. Þeyta saman sykur og smjör. Bæta eggjunum við og blanda vel saman. Blanda saman í sérskál hveiti, haframjöli, hnetum, salti og natróni. Hræra saman við eggjasmjörblöndunni. Bæta súkkulaðinu við.
Setja 30 litlar kúlur á 3 plötur og ýta kúlunum örlítið niður svo þær verði flatari (þær renna vel út í ofninum svo reyndu að hafa þær dáldið jafnar og gott bil á milli).
Baka eina plötu í einu í 12-15 mín.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment