Í hádegismat vil ég gjarnan geta fengið mér einhvað létt og gott. Sérstaklega ef ég er á leiðinni að fá mér pönnsur og rúllutertu í kaffinu einsog í dag ;)
Eggaldin hef ég átt dálítið erfitt með en er að ná tökum á þessu núna, þarf að salta vel, baka hægt og í dag prófaði ég að steikja OG baka í ofni. Þá fer tyggjóáferðin alveg í burtu. Skemmdi heldur ekkert fyrir að ég notaði búffelmozzarella (gerða úr búffalómjólk) ofaná... varla hægt að klikka með svoleiðis.
Eggaldin með mozzarella
(uppúr DN)
f 2
1 meðalstórt eggaldin, skorið í 1/2 cm þykkar sneiðar
1 egg, slegið
1-2 dl maísmjöl
1 tsk oregano
2 dl tómatar í dós
1 kúla mozzarella (búffel ef það er í boði)
Tek eggaldinsneiðarnar, salta aðeins og vendi uppúr egginu og vendi þvínæst uppúr maísmjölinu. Legg til hliðar og geri eins með allar. Hita olíu á pönnu og steikja 2-3 mín á hvorri hlið þartil gyllt á báðum hliðum. Oreganó stráð yfir. Raðað í form og tómötum (maukuðum) helllt yfir. Mozzarellaostinum dreift yfir. Bakað við 225 gráður í korter. Ég stráði svo smá Dúkkah yfir og bar fram með salati.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment