Þessi nautahakkssúpa er súpa sem er efst á súpulista barnanna. Í öðru sæti á eftir tómatsúpu sem þeir kalla "tómatSÓSU" og ég er ekkert að leiðrétta þann misskilning ;) Finnst ágætt að nota nautahakk í einhvað annað en hakk og spagettí... svona stundum...
Hakksúpa
fyrir 4
2 gulrætur
2 palsternackor (aflangar rófur)
og/eða kartöflur
1 laukur
2 hvítlauksrif
400 g nautahakk
2 msk olía
2 msk tómatpúré
1 dós tómatar
1 líter vatn
2 teningar kjötkraftur
2 tsk salt
pipar
hökkuð steinselja
Þykk jógúrt (grísk eða tyrknesk) að bera fram með
Afhýða grænmetið og skera í bita/sneiðar. Sama með laukinn og hvítlaukinn og skera smátt.
Taka fram pott, hita olíuna og steikja hakkið í smástund. Bæta svo við lauknum og eftir smástund líka grænmetinu. Steikja saman í nokkrar mínútur.
Bæta við tómatpúré, dósatómötum, kjötkrafti og vatni. Láta sjóða með lokinu á í nokkrar mínútur eða þartil grænmetisbitarnir eru mjúkir. Salta og pipra eftir smekk.
Skreyta með "dassi" af steinselju og bera fram með jógúrt.
Monday, March 11, 2013
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment