Sönn ánægja að fá að skrásetja og birta eina af uppáhalds gúllas uppskriftunum mínum. Hægeldað kjöt er nú gott hverju sem það er eldað uppúr en að sjóða uppúr bjór (Guinnes helst) er tær snilld. Þessi uppskrift kemur frá BBC Good Food (http://www.bbcgoodfood.com/).
Bjór (Guinnes) gúllas
2 msk olía
1 kg gúllaskjöt (högrev í bitum eða annað nautakjöt)
1 laukur, skorin í stærri bita
10 gulrætur, afhýddar og skornar í stærri bita
2 msk hveiti
500 ml af Guinnes-bjór
1 kubbur af nautakrafti
örlítill sykur
3 lárviðarlauf
timjan, 1 tsk ef þurrkrydd en ef ferskt 1-2 stilkar
Ofninn hitaður að 160 gráðum. Olían hituð í potti og kjötið brúnað í heitri olíunni. Passa sig að setja ekki allt kjötið í einu ef maður er með marga bita og frekar lítinn pott því maður vill ná girnilegum steiktum bitum og ekki soðnum bitum eins og gerist ef það er þröngt í pottinum.
Kjötbitarnir teknir uppúr og lagðir til hliðar. Bæta við gulrótarbitum og lauk oní pottinn og leyfið að steikjast smástund. Dreifið yfir hveitinu og veltið aðeins grænmetinu í því. Hellið svo yfir bjórnum og myljið nautakraftsteninginn útí. Kryddið með salti, pipar, sykurklípu, lárviðarlaufunum og timjan. Látið suðuna koma upp og setjið svo lokið á pottinn og setjið inn í ofn (ef potturinn þolir ekki að fara í ofn þarf þá að hella gúllasinu yfir í einhvað annað ofnhelt form og setja lok eða álpappír yfir). Elda í 2,5 klst.
Þetta gúllas er engu síðra daginn eftir að það hefur verið eldað.
Ber fram með kartöflumús eða brauði.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment