Thursday, January 20, 2011

GI - grænmetis"spagettí" með reyktum lax

Byrja á að biðjast afsökunar á mis-girninlegri mynd af réttinum. Ég var nefnilega byrjuð að borða (gúffa í mig) þegar ég áttaði mig allskyndilega á hversu hrikalega gott þetta væri og að ég bara YRÐI að blogga þessari uppskrift áfram með tilheyrandi mynd.
Svo úr varð.

Þetta er snilld. Þetta er kolvetnaminnsti pastaréttur í heimi. Pastað er nefnilega ekki pasta.. heldur strimlað zucchini. Jápp ! Hrátt og alles ! Og Ingó var búin að gleypa í sig hálfum réttinum áður en hann áttaði sig á því að "pastað" væri alls ekki pasta. Snilld.

Zucchinispagettí með reyktum lax

1 rauðlaukur, saxaður
1-2 msk smjör
2 dl rjómi (ef þú villt nota venjulegan er það í lagi, annars einhverskonar matreiðslurjóma.. ég nota hafrarjóma)
safinn úr 1/2 sítrónu
frystar grænar baunir, 1-2 dl eða meir eftir smekk, afþíddar eða snöggsoðnar
1 msk hakkað dill (ég sleppti því sársaukalaust)
150 g sykurbaunir (sockerärtor, þessar flötu), snöggsoðnar og skornar í þykka strimla
300-400 g reyktur lax, skorin í bita
1 grænt zucchini

Byrjar á að strimla zucchinin; tekur skrælara og skrælar fyrst græna hýðið utanaf og svo bara heldur maður áfram. Færð ofurmjóar og fínar ræmur útúr þessu sem líta út einsog tagliatellepasta. Skiptir ræmunum á milli tveggja diska.
Steikir laukinn uppúr smjörinu smástund og bætir svo við rjóma og sítrónusafa. Leyfir aðeins að sjóða saman. Bætir svo við grænu baununum og laxinum. Leyfir öllu að hitna saman. Dreifir svo laxasósunni yfir zucchiniræmurnar á diskunum og dreifir strimluðu sykurbaununum yfir. Smá pipar og örlítið af smátt rifnum sítrónuberki dreift yfir í lokin svona uppá lookið að gera ;)

p.s. það glittir í gulrótarbita á myndinni. Átti nefnilega bara frosnar baunir MEÐ gulrótarbitum í pokanum svo ég notaði það og það kom alls ekki að sök. Bara smá auka grænmeti ! :D
Posted by Picasa

No comments: