Þessi uppskrift æpti á mig "prófaðu mig!" þegar ég las Dagens Nyheter í morgun. Og auðvitað hlýddi ég því ;) Og skráset hingað samviskusamlega (upprunalega uppskriftin á sænsku hér);
Þorskur með sítrónulinsum
Þorskur"hryggur"; magn eftir fjölda gesta. Eflaust hægt að nota venjuleg þorskflök líka en hryggurinn er þægilega jafn-stór. Keypti frystan og hann var mjög góður.
Þíðir bitana, ofninn á 150 gráður, saltar fiskinn og eldar í 15-20 mín. Kryddaðir eftirá með 1 tsk (gjarnan sterku) papríkudufti og pipar. Sáldra smá olíu yfir.
2 dl belúga linsur. Svartar og óhemju góðar. Soðnar í vatni (þrefalt meira magn en ef linsunum) með 2 teningum af grænmetiskrafti í 15 mín. Ekki fullsjóða því þær eru svo steiktar eftirá og eiga ekki að fara í mauk.
1 sítróna þvegin vandlega og skorin í sneiðar. Steiktar í potti ásamt soðnu linsunum og 1 msk af olíu.
Svo er gerð papríkusósa með;
1,5 dl grilluð papríka í krukku. Ef þú býrð ekki í Svíþjóð og getur nálgast niðursoðnar grillaðar papríkur þá má nota ferskar papríkur (rauðar), skornar í helminga og kjarninn tekinn úr, grillaðar með hýðið uppávið í ofni á 250 gráðu hita í 20 mín eða þartil farnar að verða svartar að ofan. Teknar út og settar í plastpoka sem er lokaður vandlega. Eftir smástund er hægt að draga hýðið af.
Papríkan er maukuð með töfrasprota ásamt safanum úr hálfri sítrónu, 1,5 dl sýrðum rjóma og smávegis af salti.
2 comments:
Hefurðu prófað sítrónulinsurnar....?
Ég hef gert þennan fisk með papriku"kreminu", það varð reyndar ansi þunnt... annars hin besta sósa, notuðum hana með pastasallati daginn eftir :-)
Halldóra Sk.
Ójá ég prófaði linsurnar og þær voru algjört æði. Ef papríkukremið varð þunnt hefði þá kannski þurft að nota minna af eða jafnvel feitari sýrðan rjóma ?
Post a Comment