Saturday, January 29, 2011

Samkvæmt beiðni: Guinnes (bjór) gúllas

Sönn ánægja að fá að skrásetja og birta eina af uppáhalds gúllas uppskriftunum mínum. Hægeldað kjöt er nú gott hverju sem það er eldað uppúr en að sjóða uppúr bjór (Guinnes helst) er tær snilld. Þessi uppskrift kemur frá BBC Good Food (http://www.bbcgoodfood.com/).

Bjór (Guinnes) gúllas

2 msk olía
1 kg gúllaskjöt (högrev í bitum eða annað nautakjöt)
1 laukur, skorin í stærri bita
10 gulrætur, afhýddar og skornar í stærri bita
2 msk hveiti
500 ml af Guinnes-bjór
1 kubbur af nautakrafti
örlítill sykur
3 lárviðarlauf
timjan, 1 tsk ef þurrkrydd en ef ferskt 1-2 stilkar

Ofninn hitaður að 160 gráðum. Olían hituð í potti og kjötið brúnað í heitri olíunni. Passa sig að setja ekki allt kjötið í einu ef maður er með marga bita og frekar lítinn pott því maður vill ná girnilegum steiktum bitum og ekki soðnum bitum eins og gerist ef það er þröngt í pottinum.
Kjötbitarnir teknir uppúr og lagðir til hliðar. Bæta við gulrótarbitum og lauk oní pottinn og leyfið að steikjast smástund. Dreifið yfir hveitinu og veltið aðeins grænmetinu í því. Hellið svo yfir bjórnum og myljið nautakraftsteninginn útí. Kryddið með salti, pipar, sykurklípu, lárviðarlaufunum og timjan. Látið suðuna koma upp og setjið svo lokið á pottinn og setjið inn í ofn (ef potturinn þolir ekki að fara í ofn þarf þá að hella gúllasinu yfir í einhvað annað ofnhelt form og setja lok eða álpappír yfir). Elda í 2,5 klst.

Þetta gúllas er engu síðra daginn eftir að það hefur verið eldað.
Ber fram með kartöflumús eða brauði.

Thursday, January 20, 2011

GI - grænmetis"spagettí" með reyktum lax

Byrja á að biðjast afsökunar á mis-girninlegri mynd af réttinum. Ég var nefnilega byrjuð að borða (gúffa í mig) þegar ég áttaði mig allskyndilega á hversu hrikalega gott þetta væri og að ég bara YRÐI að blogga þessari uppskrift áfram með tilheyrandi mynd.
Svo úr varð.

Þetta er snilld. Þetta er kolvetnaminnsti pastaréttur í heimi. Pastað er nefnilega ekki pasta.. heldur strimlað zucchini. Jápp ! Hrátt og alles ! Og Ingó var búin að gleypa í sig hálfum réttinum áður en hann áttaði sig á því að "pastað" væri alls ekki pasta. Snilld.

Zucchinispagettí með reyktum lax

1 rauðlaukur, saxaður
1-2 msk smjör
2 dl rjómi (ef þú villt nota venjulegan er það í lagi, annars einhverskonar matreiðslurjóma.. ég nota hafrarjóma)
safinn úr 1/2 sítrónu
frystar grænar baunir, 1-2 dl eða meir eftir smekk, afþíddar eða snöggsoðnar
1 msk hakkað dill (ég sleppti því sársaukalaust)
150 g sykurbaunir (sockerärtor, þessar flötu), snöggsoðnar og skornar í þykka strimla
300-400 g reyktur lax, skorin í bita
1 grænt zucchini

Byrjar á að strimla zucchinin; tekur skrælara og skrælar fyrst græna hýðið utanaf og svo bara heldur maður áfram. Færð ofurmjóar og fínar ræmur útúr þessu sem líta út einsog tagliatellepasta. Skiptir ræmunum á milli tveggja diska.
Steikir laukinn uppúr smjörinu smástund og bætir svo við rjóma og sítrónusafa. Leyfir aðeins að sjóða saman. Bætir svo við grænu baununum og laxinum. Leyfir öllu að hitna saman. Dreifir svo laxasósunni yfir zucchiniræmurnar á diskunum og dreifir strimluðu sykurbaununum yfir. Smá pipar og örlítið af smátt rifnum sítrónuberki dreift yfir í lokin svona uppá lookið að gera ;)

p.s. það glittir í gulrótarbita á myndinni. Átti nefnilega bara frosnar baunir MEÐ gulrótarbitum í pokanum svo ég notaði það og það kom alls ekki að sök. Bara smá auka grænmeti ! :D
Posted by Picasa

Friday, January 07, 2011

Þorskur með sítrónulinsum


Þessi uppskrift æpti á mig "prófaðu mig!" þegar ég las Dagens Nyheter í morgun. Og auðvitað hlýddi ég því ;) Og skráset hingað samviskusamlega (upprunalega uppskriftin á sænsku hér);
Þorskur með sítrónulinsum
Þorskur"hryggur"; magn eftir fjölda gesta. Eflaust hægt að nota venjuleg þorskflök líka en hryggurinn er þægilega jafn-stór. Keypti frystan og hann var mjög góður.
Þíðir bitana, ofninn á 150 gráður, saltar fiskinn og eldar í 15-20 mín. Kryddaðir eftirá með 1 tsk (gjarnan sterku) papríkudufti og pipar. Sáldra smá olíu yfir.
2 dl belúga linsur. Svartar og óhemju góðar. Soðnar í vatni (þrefalt meira magn en ef linsunum) með 2 teningum af grænmetiskrafti í 15 mín. Ekki fullsjóða því þær eru svo steiktar eftirá og eiga ekki að fara í mauk.
1 sítróna þvegin vandlega og skorin í sneiðar. Steiktar í potti ásamt soðnu linsunum og 1 msk af olíu.
Svo er gerð papríkusósa með;
1,5 dl grilluð papríka í krukku. Ef þú býrð ekki í Svíþjóð og getur nálgast niðursoðnar grillaðar papríkur þá má nota ferskar papríkur (rauðar), skornar í helminga og kjarninn tekinn úr, grillaðar með hýðið uppávið í ofni á 250 gráðu hita í 20 mín eða þartil farnar að verða svartar að ofan. Teknar út og settar í plastpoka sem er lokaður vandlega. Eftir smástund er hægt að draga hýðið af.
Papríkan er maukuð með töfrasprota ásamt safanum úr hálfri sítrónu, 1,5 dl sýrðum rjóma og smávegis af salti.