Monday, May 24, 2010

Rauðbeðusúpa að mínum hætti

Í gær hafði ég einsett mér að búa til rauðbeðusúpu og fór þess vegna í uppskriftaleit. Skoðaði bæði bækurnar mínar (nokkrir hillumetrar fullir af viðeigandi bókum) og á netinu. Lokaniðurstaðan var sú að ég átti ekki allt sem uppskriftarhöfundar vildu meina að ætti að vera í rauðbeðusúpu þannig að ég varð að taka málið í eigin hendur og semja einhvað á staðnum.
Auðvitað varð þetta einhver sú besta rauðbeðusúpa sem ég hef eldað og borðað ;) ! Finnst það líka mark um góða súpu ef 5 ára sonurinn sleikir skálina sína....

Rauðbeðusúpa

4-5 ferskar rauðbeður skrældar og skornar í bita (því minni bitar, þeim mun minni suðutími)
3 gulrætur skrældar og skornar í bita

2 skalottlaukar
1 feitt hvítlauksrif

Sneiddi báða laukana þunnt og léttsteikti uppúr vænni smörklípu þartil urðu glærir. Setti svo rauðbeðu og gulrótarbitana útí og vellti uppúr smjöraða lauknum. Hellti svo soðnu vatni yfir allt þartil rétt þakti grænmetisbitana og svo cirka matskeið af lantbuljong (ferlega góður grænmetiskraftur). Leyfði þessu öllu að sjóða í 30-40 mínútur eða þartil mér fannst rauðbeðurnar orðnar mjúkar. Stakk svo töfrasprotanum oní og blitzaði allt þartil orðið að mauki. Maukið var frekar þykkt svo ég þynnti með meira soðnu vatni. Setti 2 tsk af rauðvínsedik útí og saltaði svo.
Þetta bar ég fram með timjankvistum í diskunum og fetaostahræru (hálft stykki stappaður fetaostur + 1 dl sýrður rjómi).

No comments: