Tuesday, July 06, 2010

Sítrónukjúklingur með marokóskum gulrótum


Þessa uppskrift reif ég samviskusamlega úr DN í gærmorgun og prófaði svo í kvöld. Dýrðlegt ! Reyndar fannst mér sjálf uppskriftin frekar flókin í framkvæmd svo ég ákvað strax að staðfæra með betri útskýringum.. og það að sjálfsögðu á íslensku ;)
Sítrónukjúklingur með marokóskum gulrótum
Kjúklingabringur (2 hér, gætu verið fleiri) látnar marínerast í kryddlegi yfir nótt eða lágmark 10 mínútur.
Kryddlögur;
1 sítróna, byrja á að fínrifa börkinn utanaf henni og geyma, safinn kreistur úr og settur í skál
3 msk olía
1 msk sambal oelek
1 msk hunang
1 msk sojasósa
Gulrótarsalat;
4-6 gulrætur (fer eftir fjölda þess sem borða) skornar í cirka 1 cm stóra bita, gjarnan örlítið á ská
Steiktar á meðalheitri pönnu uppúr 2 msk olíu, þegar fer að taka smá lit eða mýkjast bæta útá kryddum;
1 tsk kummin
1-2 msk fersk rifin engifer
smá salt
1 rautt chillí, fínsaxað (sleppti þessu því sonurinn átti að borða líka)
1 msk fljótandi hunang, drussað yfir að lokum. Pönnulokið sett á og hitinn lækkaður niður í algjört lágmark eða jafnvel slökkt og gulræturnar látnar mýkjast... cirka 10 mín.
Svo eru gulræturnar lagðar uppá fat (eða á disk hvers og eins) og eftirfarandi sáldrað yfir;
geitarost (cirka 100 gr samtals)
ristuð sólkjarnafræ eða graskersfræ (lúkufylli)
þurrkuð trönuber (1/2 dl samtals)
Kóríanderdressing;
1 krukka ferskur kóríander (lúkufylli)
safinn af 1/2 lime
2 msk olía
salt
Allt mixað saman með töfrasprota.
Nú er kjúllinn tekinn úr maríneringunni og steiktur á pönnu þartil tekur lit. Hitaður í ofni (200 gráðu heitum) í 20 mín eða meir þartil fulleldaður. Tekin út og rifna sítrónuberkinum sáldrað yfir ásamt örlitlu þurrkuðu oregano.
Kóreanderdressingin er borin fram með og sáldrað yfir kjúklinginn og gulræturnar þegar allt er komið á disk.

No comments: