Þessa uppskrift sá ég í einhverju konublaði þarsem verið var að kynna enn einn megrunarkúrinn. En einhvað heillaði mig og ég barasta varð að prófa. Og alveg get ég lifað á þessu sem sjónvarpsnammi í staðinn fyrir alvöru rjómaís ! ... allavega svona af og til ;)
2 - 3 bananar, skornir í sneiðar og frystir
kakó í frjálsu magni
örlítil sletta af tyrkneskri jógúrt, ab-mjólk eða skyri
Mixar öllu saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Maður þarf að prófa sig áfram með magni af kakói.. fer eftir því hversu dökkan ís óskað er eftir. Borða eins og skot !
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment