Ég hef oft lýst yfir ástríðu minni á rauðbeðum. Finnst þær bara sjúklega góðar hvort sem þær eru niðursoðnar í dós eða ferskar.
Við borðuðum úti á svölum í fyrsta sinn á þessu ári í kvöld. Yndislegt að sitja þarna með hvort sitt matarmikið salatið (sá stutti fékk bara pasta í staðinn) og hvítvínsglas, fylgjast með sólinni hníga bakvið ystu trén í bakgarðinum... algjör slökun !
Rauðbeðusalat með beikoni
(þetta magn dugði fyrir okkur tvö)
1 poki babyspínat
4 rauðbeður, soðnar svipað lengi og kartöflur, kældar, skrældar og skornar í bita
1 pakki beikon, steikt á pönnu og skorið í bita
1 dl furuhnetur, þurrsteiktar á pönnu
1 dl rifinn ostur (uppskriftin sem ég staðfærði þetta frá bað um Västerbottenost en ég notaði bara annan bragðsterkan ost)
1 lítið epli, afhýtt og skorið í bita
1 lítill rauðlaukur, skorin í mjóar ræmur
Lagði allt uppá fat og bar fram með balsamicoediki.
Tuesday, April 29, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment