Monday, June 30, 2008

Fertugsafmælismatur fyrir fjölda manns

Ingó varð fertugur í síðustu viku og við boðuðum að sjálfsögðu til grillveislu :) Ég hef aldrei eldað fyrir svona marga; sitjandi matarboð fyrir 20 fullorðna + börn ! Tókst alveg hrikalega vel og maturinn var lofaður í bak og fyrir.Það sem boðið var uppá:
BBQ-maríerað svínafillé
Mangó og svartbaunasalat
Gulrótarsalat
Svo voru nýsoðnar färskpotatis og þrennskonar kaldar sósur.
Í eftirrétt var vanillupannacotta með rabbabaracompott ofaná. Setti í lítil glær plastglös fyrir hvern og einn. Er með dáldið fetish fyrir svona individuall desert fyrir gesti ;)

Uppskriftirnar koma hér ! Allt magn gefið upp hér að neðan er fyrir 4 svo ég margfaldaði bara með 5....
BBQ marínering
fyrir cirka 1 filé
3 msk sojasósa
2 msk tómatsósa
1 msk hrásykur
1 msk rifin engifer
1 hvítlauksrif, pressað
smá pipar
Lagt í poka og látið marínerast í um það bil sólarhring.

Mangó og baunasallat
1 dós svartar baunir
1 þroskað mangó, skorið í bita (ég nota frosin mangó)
1/2 gúrka, skorin í bita
2 litlir vorlaukar

dressing:
2 msk ferskur limesafi
2 tsk sykur
1 tsk cummin duft
smá pipar og salt

1/2 msk sesamolía
1/3 krukka af ferskum kóríander (mér finnst mega sleppa því.... öðrum finnst það ómissandi)

Allt grænmetið skorið í bita og blandað saman við dressinguna. Sesamolíunni dripplað yfir og kóríanderinn saxaður og bætt við í lokin.

Gulrótarsallat
(bæði gott heitt eða kalt)
1,5 kg gulrætur
1 feitt hvítlauksrif
2 tsk heil cuminfræ, ristuð á þurri pönnu
1 tsk hunang
safi af 1 sítrónu
handfylli af rúsínum
handfylli af furuhnetum, ristuðum á þurri pönnu
2 msk olía
1 krukka kóríander

Gulræturnar soðnar heilar í smá söltu vatni þartil þær eru orðnar rétt tæplega fullsoðnar. Merjið hvítlauksrifið með örlitlu salti og bætið við cumminfræjunum. Merjið saman. Bæta við maukið hunangi og sítrónusafanum.
Hellið vatninu af gulrótunum og þegar þær eru orðnar nógu kaldar (en þó enn volgar) eru þær skornar í sneiðar og settar í skál ásamt dressingunni. Rúsínunum og furuhnetunum bætt við. Látið standa með loki á (eða filmuplastað) þartil á að borða. Ágætt ef salatið fær að standa í a.m.k. klukkustund til að draga í sig bragð af dressingunni.

Vanillupannacotta með rabbabarakompotti
4 dl rjómi
1/2 vanillustöng
1/2 dl sykur
2 gelatínblöð

Rjóminn settur í pott ásamt sykrinum. Vanillustöngin opnuð og fræin skröpuð út. Bæði fræ og stöngin sett í pottinn með rjómanum og suðunni leyft að koma snögglega upp.
Gelatínblöðin lögð í kalt vatn í 5 mín, tekin uppúr og vatnið kreist út og bætt svo út í heitt (en ekki sjóðandi heitt) rjómablandið.
Sett í lítil glös og geymd í kæli þartil farin að stífna.

300 g rabbabari
1 msk vatn
3/4 dl sykur
1/2 gelatínblað
Rabbabarinn skorin í centimeterþykkar sneiðar og sett í pott ásamt vatninu og sykrinum. Leyft að malla þartil rabbabarinn er orðin vel mjúkur. Leyft að kólna örlítið. Gelatínið lagt í bleyti í köldu vatni í 5 mín, tekið uppúr og kreist og bætt svo út í rabbabaramaukið.
Þessu er svo bætt ofan á stífa pannacottuna og leyft að stífna enn frekar.

No comments: