Laxaábreiða kalla ég það sem er smurt ofaná laxinn áður en hann er svo ofnbakaður við 200 gráður í 12-15 mínútur. Gerir hann alltaf alveg ferlega bragðgóðan og djúsí.
Hef gert þessar uppskriftir núna undanfarnar tvær vikur og get eiginlega ekki valið uppá milli hver sé best... þær eru báðar algjört namminamm.
Feta-ábreiða
Fetaostur mulinn og blandaður með sýrðum rjóma (hlutföllin kanski 70/30) og smá ferskum basil. Breitt ofaná laxinn og bakað í ofni. Bar fram með basic risotto.
Sítrónu-pipar-ábreiða
30 g brætt smjör
7 msk fersk brauðmylsna (tek 2 brauðsneiðar og rista léttilega, mixa í handmixer þartil orðnar að mylsnu)
fínrifin sítrónbörkur af einni sítrónu
slatti (0,5 msk) pipar
Öllu blandað saman og breitt ofaná laxinn. Ég snöggsauð ferskan aspas (1 mín í söltu vatni) og setti undir laxinn áður en hann fór inn ofninn. Nýsoðnar kartöflur og sítrónusósa (frá Kelda) en hefði mátt vera Hollandaise sósa til að gera það skv. aspasreglunum ;)
Wednesday, October 31, 2007
Sunday, October 14, 2007
Bláberjabollur... egg, smjör og olíulausar með hörfræjum
Nú veit ég loks (þökk sé lesenda þessa bloggs) hvað blessuðu línfræjin heita á íslensku... sumsagt hörfræ ! Þarf víst að nýta þennan poka sem ég keypti um daginn fyrir hörfræjarbollurnar (sjá uppskrift neðan) áður en hann skemmist. Ég var frædd um það í dag að það sé erfitt að geyma hörfræin lengi því það komi af þeim leiðinlegt lýsisbragð eftir lengri geymslu. Þá er um að gera að baka meira með hörfræjum í og ég gladdist alveg dæmalaust mikið þegar ég sá þessa uppskrift í nýjasta tölublaði Amelíu. Uppskriftina í sínu sænska upprunalega formi má finna hér.
Mér þætti alveg svakalega gaman ef einhver á íslandi myndi nenna að gera þessa uppskrift og prófa að nota skyr með vanillubragði í staðinn fyrir vanillu Kesella einsog upprunalega uppskriftin gerir ráð fyrir..... það er svipuð áferð í skyri og Kesella nebblega.
Léttar bláberjabollur með HÖRfræjum
Rúmlega 20 stykki
50 g ger (ferskt eða þurrger í samsvarandi)
2,5 dl léttmjólk eða undanrenna
1 dl Kesella með vanilj... / Skyr með vanillubragði
1/2 dl fljótandi hunang
1 dl ljóst síróp
1 tsk kardimomma
1 tsk salt
1/2 dl hörfræ
8 dl hveiti
Mjólkin er velgd og Kesella/Skyri bætt við. Hellt yfir gerið sem hefur verið mulið í hrærivélaskálina, hrært varlega og gerinu leyft að leysast upp. Sírópi, hunangi og kryddi bætt við. Hörfræjunum og hveitinu hrært við smám saman þar til farið að sleppa skálinni. Leyft að hefast undir viskustykki (er það ekki annars bara það sem bakdukur er?) í 30 mín.
Hnoðað með smá hveiti á borði og flatt út í rétthyrnt stykki.
1/2 dl bláber ferskt eða afþídd frosin
1 dl Vanilj-Kesella/Skyr með vanillubragði
1/2 dl kanill
1/2 dl vanillusykur (tek fram að mér fannst þetta magn bara óhemju mikið og notaði ekki nema helmingin af hvoru).
Bláberin blönduð saman við Kesellað/Skyrið og smurt varlega í miðju deigsábreiðunnar. Kanil og vanillusykri dustað yfir. Rúllað upp á langhliðinni og skorið í cirka 20 bita. Sett á bökunarpappírsklædda (eða í svona bull-form) ofnplötu. Leyft að hefast aftur í 30 mín. Ofninn hitaður á meðan í 250 gráður.
Penslaðar með 1 eggi sem hefur verið hrært saman við cirka teskeið af vatni og örlitlu salti. Skreyttar með möndlum eða perlusykri.
Bakað í 8 mín, þær taka fljótt lit svo það er gott að fylgjast VEL með tímanum.
Mér þætti alveg svakalega gaman ef einhver á íslandi myndi nenna að gera þessa uppskrift og prófa að nota skyr með vanillubragði í staðinn fyrir vanillu Kesella einsog upprunalega uppskriftin gerir ráð fyrir..... það er svipuð áferð í skyri og Kesella nebblega.
Léttar bláberjabollur með HÖRfræjum
Rúmlega 20 stykki
50 g ger (ferskt eða þurrger í samsvarandi)
2,5 dl léttmjólk eða undanrenna
1 dl Kesella með vanilj... / Skyr með vanillubragði
1/2 dl fljótandi hunang
1 dl ljóst síróp
1 tsk kardimomma
1 tsk salt
1/2 dl hörfræ
8 dl hveiti
Mjólkin er velgd og Kesella/Skyri bætt við. Hellt yfir gerið sem hefur verið mulið í hrærivélaskálina, hrært varlega og gerinu leyft að leysast upp. Sírópi, hunangi og kryddi bætt við. Hörfræjunum og hveitinu hrært við smám saman þar til farið að sleppa skálinni. Leyft að hefast undir viskustykki (er það ekki annars bara það sem bakdukur er?) í 30 mín.
Hnoðað með smá hveiti á borði og flatt út í rétthyrnt stykki.
1/2 dl bláber ferskt eða afþídd frosin
1 dl Vanilj-Kesella/Skyr með vanillubragði
1/2 dl kanill
1/2 dl vanillusykur (tek fram að mér fannst þetta magn bara óhemju mikið og notaði ekki nema helmingin af hvoru).
Bláberin blönduð saman við Kesellað/Skyrið og smurt varlega í miðju deigsábreiðunnar. Kanil og vanillusykri dustað yfir. Rúllað upp á langhliðinni og skorið í cirka 20 bita. Sett á bökunarpappírsklædda (eða í svona bull-form) ofnplötu. Leyft að hefast aftur í 30 mín. Ofninn hitaður á meðan í 250 gráður.
Penslaðar með 1 eggi sem hefur verið hrært saman við cirka teskeið af vatni og örlitlu salti. Skreyttar með möndlum eða perlusykri.
Bakað í 8 mín, þær taka fljótt lit svo það er gott að fylgjast VEL með tímanum.
Sunday, October 07, 2007
Klessukaka með perum
Kladdkaka (klessukaka) er alveg klassísk sænsk kaka. Því klessulegri því betri, borðuð með rjóma eða vanillusósu. Algjör namminamm.
Sá uppskrift að þessari í sunnudagsblaði Dagens Nyheter og sá um leið að þessa yrði ég að prófa ! Varð ekki fyrir vonbrigðum, við sitjum hérna með fulla malla ;)
Klessukaka með kardimommuperum
4 meðalstórar eða 6 litlar perur af harðri gerð.
4 dl sætt vín (Madeira, sherrí, púrtvín eða jafnvel jólaglögg)
1,5 tsk steyttar kardimommur
(0,5 dl sykur ef vínið er ósætt)
Perurnar afhýddar en hafðar heilar. Settar í pott með víninu og kardimommunum og látið sjóða við hægan hita í 10 mínútur. Leyft að kólna í pottinum og síðan teknar upp úr og skorið til helmings. Kjarninn og það fjarlægt varlega úr og perurnar settar með skurðhliðina niður í kökuformið (best er að setja bökunarpappír í botninn fyrst).
200 g smjör, brætt
4 dl sykur (má gjarnan minka það magn um heilan dl)
4 egg
300 g hveiti
1 dl kakó
1 msk vanillusykur
örlítið salt
Eggjum og sykri blandað saman og því næst bætt við bráðnu smjörinu. Öllu hinu blandað saman í skál og að lokum eggjasykurssmjörblöndunni. Deiginu er smurt yfir perurnar og bakað við 200 gráður í 15 mínútur.
Kemur flott út að snúa kökunni "öfugt" á kökufatinu svo að perurnar sjáist.
Sá uppskrift að þessari í sunnudagsblaði Dagens Nyheter og sá um leið að þessa yrði ég að prófa ! Varð ekki fyrir vonbrigðum, við sitjum hérna með fulla malla ;)
Klessukaka með kardimommuperum
4 meðalstórar eða 6 litlar perur af harðri gerð.
4 dl sætt vín (Madeira, sherrí, púrtvín eða jafnvel jólaglögg)
1,5 tsk steyttar kardimommur
(0,5 dl sykur ef vínið er ósætt)
Perurnar afhýddar en hafðar heilar. Settar í pott með víninu og kardimommunum og látið sjóða við hægan hita í 10 mínútur. Leyft að kólna í pottinum og síðan teknar upp úr og skorið til helmings. Kjarninn og það fjarlægt varlega úr og perurnar settar með skurðhliðina niður í kökuformið (best er að setja bökunarpappír í botninn fyrst).
200 g smjör, brætt
4 dl sykur (má gjarnan minka það magn um heilan dl)
4 egg
300 g hveiti
1 dl kakó
1 msk vanillusykur
örlítið salt
Eggjum og sykri blandað saman og því næst bætt við bráðnu smjörinu. Öllu hinu blandað saman í skál og að lokum eggjasykurssmjörblöndunni. Deiginu er smurt yfir perurnar og bakað við 200 gráður í 15 mínútur.
Kemur flott út að snúa kökunni "öfugt" á kökufatinu svo að perurnar sjáist.
Subscribe to:
Posts (Atom)