Við Hilmir bökuðum saman um daginn. Hann fékk aaaalveg sjálfur að setja frosnu berin í kökuna. Mér fannst þessi algjör snilld og ætti að henta vel þegar maður hefur ekki öll eldhúsáhöldin sín einsog t.d. hrærivélina.
Sumbókaka
(stílfærð uppúr LagaLätt)
75 g smjör
2 dl sykur
2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft eða bakpulver
1 tsk vanillusykur
2 egg
1 pakki frosin ber að eigin vali (upphaflega uppskriftin segir "hallon" en ég var með blöndu af því og "björnbär" og það kom vel út líka... held það meigi í raun setja hvaða ber sem er í þetta en frosin verða þau að vera)
Smjörið brætt í potti og látið kólna. Þurrefnum og eggjum bætt við útí pottinn og hrært saman. Deigið sett í hringlaga form (sem búið er að smyrja og hrista smá brauðmylsnu í). Frosnu berunum drussað frjálslega oní degið og sett í ofn, 175 gráðu heitan og bakað í 45 mín.
Má gjarnan bera fram með ís eða þeyttum rjóma....
UPDATE !
Fann aðra útgáfu af sömu laufléttu kökuuppskrift.... og sú er með rabbabara (nýjasta uppáhaldið mitt!).
Sama aðferð með að gera grunndegið;
100 gr smjör brætt í potti, látið kólna og svo bætt við ...
2 dl sykur
2 egg
2 dl hveiti
1 tsk bakpulver/lyftiduft
100 gr rabbabari er skorin í sneiðar og vellt uppúr/með 1 tsk kartöflumjöli.
Degið látið í form, rabbabarinn ofaná og rifinn 100gr möndlumassi þar ofaná. Bakað í ofni við 175 gráður í 20-30 mín.
Thursday, May 10, 2007
Tómatakaka
Þessi kaka fer víst einsog sinueldur um Bandaríkin núna.... þetta er svona "öðruvísi" kaka í ætt við gulrótarkökuna. Grænmeti í kökum er alltaf dáldið spes.
Tómatakaka
(úr Allt för föräldrar blaði)
100 g mjúkt smjör
2 1/2 dl púðursykur eða brun farin
3 egg
3 dl tómataMAUK/puré í dós (kallast "passata" á ítölsku tómatdósunum)
5 dl hveiti
1/2 msk bikarbonat
ponsulítið múskat, malið
ponsu malin nejlika
1 tsk malinn kanill
100 g valhnetur
Smyrjið hringlaga form með smjöri. Hrærið smjörið og sykurinn vel saman. Bætið við eggjunum einu og einu í einu. Tómatamaukinu er svo bætt við og loks þurrefnunum. Hakkið hneturnar gróflega og bætið við í deigið.
Hellt í formið og bakað í neðri hluta ofnsins við 175 gráður í 45-50 mín. Látið kólna alveg.
Í upphaflegu uppskriftinni átti maður að skera kökuna í tvennt og setja appelsínumarmelaði á milli en mér fannst það algjör óþarfi. Kakan festist ekki saman aftur með marmelaðinu einhvernvegin. Og munurinn á bragði var ekkert stórkostlegur. Hinvegar var kremið megagott.
Þegar hún hefur kólnað er sumsagt kreminu bætt ofaná.
Kremið samanstendur af;
300 g rjómaostur
1 dl appelsínumarmelaði.
Tómatakaka
(úr Allt för föräldrar blaði)
100 g mjúkt smjör
2 1/2 dl púðursykur eða brun farin
3 egg
3 dl tómataMAUK/puré í dós (kallast "passata" á ítölsku tómatdósunum)
5 dl hveiti
1/2 msk bikarbonat
ponsulítið múskat, malið
ponsu malin nejlika
1 tsk malinn kanill
100 g valhnetur
Smyrjið hringlaga form með smjöri. Hrærið smjörið og sykurinn vel saman. Bætið við eggjunum einu og einu í einu. Tómatamaukinu er svo bætt við og loks þurrefnunum. Hakkið hneturnar gróflega og bætið við í deigið.
Hellt í formið og bakað í neðri hluta ofnsins við 175 gráður í 45-50 mín. Látið kólna alveg.
Í upphaflegu uppskriftinni átti maður að skera kökuna í tvennt og setja appelsínumarmelaði á milli en mér fannst það algjör óþarfi. Kakan festist ekki saman aftur með marmelaðinu einhvernvegin. Og munurinn á bragði var ekkert stórkostlegur. Hinvegar var kremið megagott.
Þegar hún hefur kólnað er sumsagt kreminu bætt ofaná.
Kremið samanstendur af;
300 g rjómaostur
1 dl appelsínumarmelaði.
Kjúklingabaka (hversdags)
Endurvann þessa uppskrift frjálslega úr Good Food blaði (06/2005). Kom mér á óvart hvað það var fljótlegt að gera þetta og miðað við frekar fá hráefni varð þetta ofboðslega ljúffengt.
Kjúklingabaka
3 kjúklingafilé, skorin í hæfilega stóra bita (2 munnbitar hver biti cirka)
100 g frosið, blandað grænmeti. Ég notaði bland af mínígulrótum og harricot verts
100 g aspas. Þetta var líka frosið hjá mér. Góður frosni Findus aspasinn.
1 poki babyspínat
1 dl sýrður rjómi
1 pakki (80 g) proscuttio skinka, skorin í hæfilega bita (í þrennt nægir mér)
3 ferskar brauðsneiðar blitzaðar/muldar svo úr verði fersk brauðmylsna
Kjúllabitarnir eru settir í eldfast mót og kannski 1 msk af (fljótandi er best) smjöri dripplað yfir. Hitað undir grillinu á ofninum í nokkrar mínútur þartil farið að taka lit og orðið nokkuð gegnumeldað.
Grænmetið sett allt saman (þarf ekki að afþíða þetta frosna áður en þetta er gert) í skál og sjóðandi vatni hellt yfir. Lok sett á skálina eða plast til að einangra og leyft að standa í nokkrar mínútur. Vatninu hellt af.
Þegar kjúllinn er tilbúin er grænmetinu, skínkunni og sýrða rjómanum bætt við oní eldfasta mótið og kryddað eftir smekk með salt og pipar. Fersku brauðmylsnunni drussað yfir og smá smjöri eða olíu dripplað yfir það. Sett aftur inní ofn þartil brauðmylsnan hefur tekið lit og allt hitnað í gegn (cirka 200 gráður í 15 mín).
Mér fannst engin þörf á að hafa kartöflur eða hrísgrjón með þessum rétt. Stendur alveg fyrir sínu eins og hann er með öllu góða grænmetinu og "crustinu" sem myndast af fersku brauðmylsuninni ofaná.
Kjúklingabaka
3 kjúklingafilé, skorin í hæfilega stóra bita (2 munnbitar hver biti cirka)
100 g frosið, blandað grænmeti. Ég notaði bland af mínígulrótum og harricot verts
100 g aspas. Þetta var líka frosið hjá mér. Góður frosni Findus aspasinn.
1 poki babyspínat
1 dl sýrður rjómi
1 pakki (80 g) proscuttio skinka, skorin í hæfilega bita (í þrennt nægir mér)
3 ferskar brauðsneiðar blitzaðar/muldar svo úr verði fersk brauðmylsna
Kjúllabitarnir eru settir í eldfast mót og kannski 1 msk af (fljótandi er best) smjöri dripplað yfir. Hitað undir grillinu á ofninum í nokkrar mínútur þartil farið að taka lit og orðið nokkuð gegnumeldað.
Grænmetið sett allt saman (þarf ekki að afþíða þetta frosna áður en þetta er gert) í skál og sjóðandi vatni hellt yfir. Lok sett á skálina eða plast til að einangra og leyft að standa í nokkrar mínútur. Vatninu hellt af.
Þegar kjúllinn er tilbúin er grænmetinu, skínkunni og sýrða rjómanum bætt við oní eldfasta mótið og kryddað eftir smekk með salt og pipar. Fersku brauðmylsnunni drussað yfir og smá smjöri eða olíu dripplað yfir það. Sett aftur inní ofn þartil brauðmylsnan hefur tekið lit og allt hitnað í gegn (cirka 200 gráður í 15 mín).
Mér fannst engin þörf á að hafa kartöflur eða hrísgrjón með þessum rétt. Stendur alveg fyrir sínu eins og hann er með öllu góða grænmetinu og "crustinu" sem myndast af fersku brauðmylsuninni ofaná.
Subscribe to:
Posts (Atom)