Wednesday, November 29, 2006

Líbanskt kryddaðar kjötbollur með kjúklingabaunum

Hilmir hakkaði þessar í sig sem mest hann mátti... kjúklingabaunirnar gera bollurnar extra djúsi og þær voru sko ekki síðri daginn eftir sem afgangar.

Líbanskt kryddaðar kjötbollur
(úr Vivokúnnablaði)

500 g hakk (lamba best, annars nautahakk)
1 lítill gulur laukur, hakkaður
2 hvítlauksrif
1 dós soðnar kjúklingabaunir
2 msk olía til steikingar eða smjör
2 tsk kúmmin
2 tsk papríkuduft
0,5 tsk kanilduft
örlítill cayennepipar eða chillí
2 msk fljótandi kálfakraftur (fond)
0,5 dl persilja, hakkað
1 egg
salt og pipar


Hitið ofninn í 200 gráður. Fínhakka lauk og hvítlauk. Hella af kjúklingabaununum og skola með köldu vatni. Mauka gróflega með gaffli eða kartöflustappara.
Hita olíu eða smjör á pönnu og léttsteikja laukana, bæta svo við kjúklingabaunastöppunni og kryddunum. Láta allt hitna vel í gegn, cirka 1 mín. Látið kólna og blandið svo með kjöthakkinu. Bætið við kálfakraftinum, hakkaðri persilju, eggi, salti og pipar og mótið í litlar bollur. Setjið í ofnskúffu og ofnsteikið í 10 mínútur. Þvínæst eru þær steiktar á pönnu uppúr smjöri/olíu þartil þær fá góðan lit. Með því að ofnsteikja halda þær betur formi heldur en ef maður steikir strax á pönnu.

Bera fram með hrísgrjónum og myntujógúrt (hrein jógúrt, miiiikið af ferskri myntu, salt og pipar).

1 comment:

Anonymous said...

Takk fyrir ljúfenga uppskrift. Hún klikkaði sko ekki. Vinsæl hjá allri fjölskyldunni.

Kveðja,

Viktoría Rán (ókunnug)