Monday, September 25, 2006

Saffranhrísgrjón með kjúkling og grænmeti

Enn og aftur kjúklingur hér... fæ ekki nóg af honum... borða kjúlla töluvert oftari en rautt kjöt og enn oftar en fisk *gúlp*. Tek mig á í fiskmálefnunum fljótlega... niðurstöður birtar hér ;)

Saffranhrísgrjón með kjúkling og grænmeti (úr LagaLätt 8/2006)

2 dl hrísgrjón
1/2 poki saffran (cirka ein væn fingurklípa)
3 rauðar papríkur
1 gúrka
1 knippi persilja (má sleppa)
2 fersk mangó skorin í bita (er hægt að kaupa frosið!)

Dressing:
safinn af 1 lime
3 msk olía
salt + pipar

Kjúklingurinn:
4 kjúklingabringur
2 msk olía
1 msk malið cummin (EKKI kúmen einsog ég hélt einusinni)
1 1/2 tsk salt

Kveikið á ofninum á 250° heitt grill (yfirhiti)
Sjóðið hrísgrjónin ásamt saffraninu skv. leiðbeiningum á pakka... semsagt bara einsog venjulega ;)
Skerið úr kjarnann úr papríkunum og setjið á bökunarpappír á ofnskúffu inní ofninn. Leyfið að grillast í 10 mín efst í ofni eða þartil farið að taka lit. Þá er hægt að taka þær út, setja í plastpoka og loka fyrir þartil kólnar aðeins. Svo tekið úr pokanum og þá er auðveldlega hægt að draga hýðið af... í ljós kemur unaðsleg og mjúk papríkan sem slær engu við í bragði.
Skerið gúrkuna í litla bita og blandið saman innihaldinu fyrir dressinguna.
Skerið kjúklingabringurnar í 5-7 bita hver og steikið uppúr olíunni. Kryddið með cummin og salti.
Blandið öllu saman í stórt fat; hrísgrjón, grænmeti, dressing og kjúlli.

No comments: