Í ljósi þess að við Ingó erum að reyna að taka okkur á matarlega og hreyfingarlega séð er ég að reyna að enduruppgötva sósulausan og ferskan mat. Tók þessvegna fram wokpönnuna mína í gær og prófaði þennan holla og litríka rétt uppúr Good Food blaði ;
Wokaðar rækjur með spínati
(magnið dugði fyrir okkur tvö)
Slatti af risarækjum, afþiðnum og þurrkuðum (svo ekki komi rosa mikill vökvi af þeim, kreisti bara vel með eldhúspappír), magn eftir smekk og lyst
1 rauð papríka skorin í hæfilega stóra báta/bita
1 feitt hvítlauksrif skorið í þunnar sneiðar
1 poki af spínati
olía
2 msk (eða eftir smekk) af fiskisósu (thailenskt Nam Pla)
Olía (nóg til að mynda smá poll) hituð í wokpönnu og hvítlauknum skellt útí. Steikt þartil laukurinn er farin að taka lit og þá veitt uppúr og látið liggja á eldhúspappír. Papríkan wokuð þartil orðin mjúk og veidd uppúr og sett til hliðar. Olíu bætt við ef þykir þurfa og rækjurnar wokaðar þartil heitar (rækjur verða aldrei hráar þannig að tíminn er ekki langur, 2 mín cirka). Spínatinu bætt við og wokað þartil orðið mjúkt, svo fiskisósan og að lokum papríkunni og hvítlauknum. Borið fram strax með hrísgrjónum.
Friday, August 04, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment