Wednesday, July 26, 2006

Tælenskar kjötbollur

Verð alltaf svo geypilega hugmyndalaus þegar kemur að nautahakki. Hakk og spakk getur ekki verið á matseðlinum í hverri viku ?! Þessi uppskrift var prufukeyrð í gær... með fínum árangri. Líka þæginlegt hvað það eru fáar afurðir í þessu, flest sem ætti að geta verið til í ísskápnum eða skúffunni ;)

Tælenskar kjötbollur

500 g nautahakk
1 egg

2 msk ósaltaðar jarðhnetur
2 msk Rautt curry paste
4 dl (1 dós) kókosmjólk (sjálf notaði ég létt kókosmj. )
1 msk tælensk fiskisósa (Nam Pla)
1 msk sykur

Blanda hakki og eggi saman, móta í passlega litlar bollur, vellta uppúr örlitlu hveiti og steikja uppúr smá olíu.
Setja jarðhneturnar í matvinnsluvél og blitza þartil þær verða vel muldar, ekki þó svo að þær verði að dufti ! Hita smá olíu í potti og "steikja" curry paste-ið litla stund. Bæta svo við kókosmjólkinni, fiskisósunni, sykrinum og hnetunum. Láta malla smástund. Hella svo sósunni útá pönnuna með bollunum og leyfa að hitna vel í gegn, cirka 5-6 mínútur.
Borið fram með hrísgrjónum.

No comments: