Tuesday, August 29, 2006

Hversdags; grænmetispasta með kjúkling

Fann þessa uppskrift í hverfisblaðinu og þarsem innihaldið stemmdi ágætlega við innihald ísskápsins skellti ég mér á það. Kom mér á óvart hvað geitarosturinn gerir mikið fyrir pastað.

Grænmetispasta með kjúkling og geitarosti.
(magn fer, líkt og fyrri daga, nokkurnvegin eftir smekk og þörf)

Kjúllabringur eldaðar á hefðbundin hátt (brúnaðar á báðum hliðum uppúr örlitlu smjöri, salt og pipar, inní ofn á 150° þartil fulleldaðar)

Pasta soðið

Zuccini (1 stk), rauðlaukur (1 stk), hvítlaukur (2 rif) og papríka (1 stk) skorin í sneiðar og báta. Steikt uppúr örlítillri olíu þartil mýkist. Tómötum í dós hellt útá og leyft að malla smástund. Saltað og piprað. Pastainu er svo blandað saman við grænmetismallið og smá basilíku og geitarostur blandað við.

Borið fram með kjúklingabringunum.

No comments: