Wednesday, June 28, 2006

Hversdags; tælandi kjúlli

Kjúklingabringur skornar í hæfilega stórar ræmur/bita og steiktar á pönnu. Einni dós af Mrs. Cheng´s karríbeis bætt við (held þær séu allar jafngóðar... bara um að gera að prófa sig áfram.. Massaman Curry er uppáhalds hjá mér) og leyfir að malla undir loki í 5-7 mínútur. Bætir svo við 2 msk af fiskisósu og strimluðum sallatslauk (míní púrrlaukur). Borið fram með hrísgrjónum.

Friday, June 23, 2006

Hversdagsmatur; svínakjöt með pestói

Held áfram með hversdagslegan mat (einsog kjúllarétturinn hér að neðan). Var rétt í þessu að prófa þennann rétt;
Svínakótiletta, barin út þartil tvöföld að stærð og frekar þunn. Söltuð og pipruð.
Grænt pestó er svo borið á eina hliðina
Parmaskinka (ein sneið) er sett yfir pestóið og rúllað uppá kjötið svo pestóið og skinkan "lokist inni".
Kjötrúllunni er svo vellt uppúr smávegis hveiti.
Steikt á pönnu á öllum hliðum, samtals um 7-8 mínútur eða þartil gegnumsteikt.

Ferlega gott borið fram með kartöflubátum sem hafa verið ofnsteiktir (olía, salt, pipar, 200° í cirka hálftíma) og rétt áður en borið er fram er þunnt sneiddur vorlaukur settur saman við.
Og salati að sjálfsögðu ;)

Friday, June 16, 2006

Mangókjúlli the easy way

Prófaði þessa í gær og betrumbætti frá upprunalegu Weight Watchers uppskriftinni. Stórgott, fljótgert, auðvelt og fitulítið ;) Þessi uppskrift er fyrir tvo en það er um að gera að bæta við magni hér og þar eftir hentugleika og smekk, sérstaklega í sósunni. Mismunandi hvað fólk vill mikla bleytu á disknum sínum !

Mangókjúlli

2 kjúklingabringur kryddaðar með salti, pipar og papríkukryddi

3 dl vatn
1 laukur, saxaður
2 bananar, niðurskornir í hæfilega bita
1 tsk karrí
3 msk mangó chutney
4 msk matreiðslurjómi (fituminni)
ljós sósuþykknir eftir smekk

Kryddar kjúllann og steikir á pönnu í olíu eða smá smjöri þartil brúnn og fínn. Þarf ekki að gegnumsteikja því svo er vatninu og lauknum bætt við á pönnuna og látið malla með loki á í 20 mín eða svo.
Bringurnar eru svo teknar uppúr og haldið heitum meðan sósan er búin til. Banananum er skellt í vatnið á pönnunni og karrí, mangó chutney og matreiðslurjómanum bætt við. Látið malla saman þartil orðið sósukennt, heitt og fínt. Þykkni bætt við eftir smekk.

Borið fram með hrísgrjónum og góðu salati.