Wednesday, January 04, 2012

Lax í saffransósu

Þessi laxaréttur er svo góður að ég verð barasta að íslenska hann svo hann fari nú ekki til spillist bara í svíana ;) Upprunalega uppskriftin er annars hér.
Tekur ekki nema 20 mínútur að skella þessu saman og báðir drengirnir mínir báðu um viðbót... það er alveg andvirði Michelinstjörnu á mínu heimili.
Lax í saffransósu
1-2 rauðar papríkur skornar í stærri bita
1 laukur skorin í báta
smá olía að steikja uppúr
1 umslag saffran (0,5 gr)
cirka 600 grömm lax, skorin í stóra teninga (garanterar stuttan eldunartíma)
salt og pipar
2 dl rjómi (ég notaði hafrarjóma)
1 tsk edik (ättika, 12%)
Byrjar á að steikja á pönnu papríku og lauk uppúr smá olíu, dreifir yfir saffraninu og steikir nokkrar mínútur í viðbót. Bætir við rjóma og ediki og setur laxinn ofaní. Sjóða í 5 mínútur og taka svo af hellunni, setja lokið á og leyfa að standa 5 mín í viðbót.
Bar þetta fram með soðnum kartöflum fyrir hina en sjálf borðaði ég þetta með soðnum aspas (=GI/LCHF).

No comments: