Saturday, November 26, 2011

Hafrakex



Jólabaksturinn hafinn enda er fyrsti í aðventu núna um helgina. Geymi það örlítið að baka haframjölsrúsínusmákökurnar en langaði að prófa að gera hafrakex. Hef aldrei gert kex enda er maður alltaf svo sólgin í smákökur að það er lítill tími afgangs fyrir "hollustuna". Það er minni sykur í kexi, það er stökkara og nýtist miklu betur en kökukynið því það er hægt að smyrja það með sultum, ostum osfrv. Ég fékk aðstoð við baksturinn hjá Hilmi sem gat bæði stungið út úr deiginu og svo "gafflað" hverja kexköku áður en platan fór í ofninn.



Hafrakex

(uppskrift úr "Adventsbak" eftir Linneu Seidel)


150 g smjör

2,5 dl mjólk

6 dl hafragrjón/mjöl (þetta sem fer í hafragrautinn!)

2 dl grahamsmjöl

1 tsk bakpulver (örlítið minna af lyftidufti)

0,5 tsk salt

2 msk sykur


Bræða smjörið í potti og bæta við mjólk, hita þartil næstum fer að sjóða og hella svo yfir haframjölið sem búið er að mæla í skál. Hrært og látið standa þartil kólnar. Verður eins og þykkur grautur.

Blanda saman restinni og bæta við. Hnoða þartil orðið að fallegu deigi. Flatt út og stungið út í þeirri stærð/lögun sem maður óskar eftir. Við notuðum frekar lítið mót því mér finnst gaman að geta boðið uppá munnsbitastærð. Röðuðum á plötu og stungum svo með gaffli 3x í hverja köku.

Bakað í 8 mín við 200 gráðu hita.

1 comment:

Helga Birna said...

Elska bloggið þitt. Hér er hafsjór af girnilegum og flottum uppskriftum. Hvet þig endilega til að halda áfram á þessari braut ;)