Tuesday, April 27, 2010

Fitulaus, sykurlaus "súkkulaðiís"

Þessa uppskrift sá ég í einhverju konublaði þarsem verið var að kynna enn einn megrunarkúrinn. En einhvað heillaði mig og ég barasta varð að prófa. Og alveg get ég lifað á þessu sem sjónvarpsnammi í staðinn fyrir alvöru rjómaís ! ... allavega svona af og til ;)

2 - 3 bananar, skornir í sneiðar og frystir
kakó í frjálsu magni
örlítil sletta af tyrkneskri jógúrt, ab-mjólk eða skyri

Mixar öllu saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél. Maður þarf að prófa sig áfram með magni af kakói.. fer eftir því hversu dökkan ís óskað er eftir. Borða eins og skot !

Sunday, April 11, 2010

Áhugaverðir hlekkir

Er komin í einhvað furðulegt matarskap sem hefur áhrif á mig á þann veginn að núna er ég orðin súrdeigsforeldri (lagði í súrdeig sem fékk að standa í 4 daga og ætla að gera fyrsta brauðið úr í kvöld... svo set ég afgangin af súrdeigsgrunninum í glerkrús í ísskápinn og "mata" einusinni í viku) ! Þannig að baksturs, brauð og kökuuppskriftir eiga hug minn og hjarta allt þessa dagana. Hef rekist á svo mörg skemmtileg blogg sem fjalla um þetta og annað sem kveikir líf í sálu mér og bestust eru eftirfarandi;

http://miaohrn.wordpress.com

og svo beint á uppskriftirnar hennar; http://miaohrn.wordpress.com/recept/

http://www.paindemartin.blogspot.com/

http://mollyshalsoblogg.blogspot.com/

http://nasselblomchoklad.blogspot.com/

Saturday, April 10, 2010

SúkkulaðikakAN

Þessa súkkulaðikökuuppskrift á ég eftir að gera aftur.. og aftur... alveg ferlega góð og pottþétt hægt að nota öðruvísi frosna eða ferska ávexti á milli, öðruvísi krem ofaná.. jah... nánast hvað sem er. Passlega þétt, passlega einföld og passlega óholl því það er ekkert smjör í henni og fullt af bönunum !

Súkkulaðikökubotn

(úr LagaLätt, apríl 2010)

4 meðalstórir bananar (300 g án hýðis)
3 egg
2,5 dl sykur
1,5 dl rapsolía (eða hvaða bragðlitla olía sem er.. einsog t.d. Isio!)
100 g dökkt 70% súkkulaði
2,5 dl hveiti
0,5 dl kakó
2 tsk vanillusykur
1,5 tsk bakpulver (eða aðeins minna af lyftidufti)
ponsuklípa af salti

Hita ofninn á 175 gráður. Stappa bananana vandlega, t.d. með kartöflustappara og þeyta saman með sykrinum og eggjunum. Hita olíuna varlega í potti og skella súkkulaðinu útí og leyfa því að bráðna saman við olíuna. Passa að það hitni ekki of mikið ! Ég tók pottinn af hellunni um leið og ég bætti súkkulaðinu við.
Blanda öllum þurrefnunum saman í skál. Hella súkkulaðiolíunni ofan í hrærivélaskálina hjá bananaeggjablöndunni. Setja svo þurrefnin saman við og hræra (venda!) varlega með sleif. Smyrja hringlaga form og hella deiginu útí. Baka í miðjum ofni cirka 35 min. Leyfa að kólna og skera botninn í tvennt svo úr verði pláss fyrir kremið í miðjunni ;)

Krem í miðjuna;
250 g rjómaostur (Philadelfia)
fínrifinn börkur af hálfri sítrónu
100 g frosin ber (ég notaði hallon)
1 dl flórsykur
Allt blandað saman í hrærivél.

Ég setti svo kakósmjörkrem ofaná en í upprunalegu uppskriftinni var marsípan"þak" sem ég væri til í að prófa næst.
Posted by Picasa