Thursday, December 07, 2006

Svínalund með ætiþistlum

Svínalundin er voða vinsæl hérna í Svíþjóð. Ýmist heilsteikt eða skorin í þunnar sneiðar. Finnst oft erfitt að fá kjötið til að verða almennilega meyrt en það tókst ágætlega í gær með þessari uppskrift. Býst við að eitt aðaldæmið sé að steikja kjötið passlega lengi.

Svínalund með ætiþistlum
(úr Arla bæklingi)

600 gramma svínalund, skorin í 2 cm þykkar sneiðar sem eru svo reistar uppá rönd (endinn sem skorin var snúi upp) og klesstar aðeins niður.
smjör til steikingar, salt og pipar

2 hvítlauksrif, kramin
2 dl sýrður rjómi (15%)
2 msk fljótandi kálfakraftur (kalv-fond)
1 tsk soja
2 tsk timjan
1 dós ætiþistlar, skornir í helminga

Svínalundabitarnir steiktir á pönnu þartil fallega brúnir uppúr smjöri, kryddaðir vel með salti og pipar. Sýrða rjómanum, krafti, soja og timjan blandað saman í skál.
Bitarnir teknir uppúr pönnunni og hvítlauknum leyft að hitna aðeins á pönnunni. Sýrða rjómablöndunni og ætiþistlunum hellt útá og hrært þartil verður að sósuþykkni. Kjötbitunum bætt við og öllu leyft að malla smástund til viðbótar, 3-4 mín eða svo. Borið fram með hrísgrjónum.

No comments: