Enn og aftur kjúklingur hér... fæ ekki nóg af honum... borða kjúlla töluvert oftari en rautt kjöt og enn oftar en fisk *gúlp*. Tek mig á í fiskmálefnunum fljótlega... niðurstöður birtar hér ;)
Saffranhrísgrjón með kjúkling og grænmeti (úr LagaLätt 8/2006)
2 dl hrísgrjón
1/2 poki saffran (cirka ein væn fingurklípa)
3 rauðar papríkur
1 gúrka
1 knippi persilja (má sleppa)
2 fersk mangó skorin í bita (er hægt að kaupa frosið!)
Dressing:
safinn af 1 lime
3 msk olía
salt + pipar
Kjúklingurinn:
4 kjúklingabringur
2 msk olía
1 msk malið cummin (EKKI kúmen einsog ég hélt einusinni)
1 1/2 tsk salt
Kveikið á ofninum á 250° heitt grill (yfirhiti)
Sjóðið hrísgrjónin ásamt saffraninu skv. leiðbeiningum á pakka... semsagt bara einsog venjulega ;)
Skerið úr kjarnann úr papríkunum og setjið á bökunarpappír á ofnskúffu inní ofninn. Leyfið að grillast í 10 mín efst í ofni eða þartil farið að taka lit. Þá er hægt að taka þær út, setja í plastpoka og loka fyrir þartil kólnar aðeins. Svo tekið úr pokanum og þá er auðveldlega hægt að draga hýðið af... í ljós kemur unaðsleg og mjúk papríkan sem slær engu við í bragði.
Skerið gúrkuna í litla bita og blandið saman innihaldinu fyrir dressinguna.
Skerið kjúklingabringurnar í 5-7 bita hver og steikið uppúr olíunni. Kryddið með cummin og salti.
Blandið öllu saman í stórt fat; hrísgrjón, grænmeti, dressing og kjúlli.
Monday, September 25, 2006
Sveitó kjúlli með eplum
Þegar ég segi sveitó þá meina ég sænskt sveitó... og sænskt sveitó er epli og rótargrænmeti. Eplabragðið kom mér á óvart, gerði sósuna ferlega góða, frísklega og jömmí.
Sveitó "Lantig" kjúklingur með eplum (úr LagaLätt 08/2006)
1 heill kjúklingur, hlutaður niður... nú eða bara kjúklingabringur ef mar er extra latur og það eru bringur á tilboði einhverstaðar ;)
1 msk olía
2 epli
4 sellerístilkar (ég notaði fennel í staðinn með fínum árangri)
12 meðalstórir skallottlaukar
1 msk olía
2 dl eplasafi (þykkni)
1 tsk timjan
3 lárviðarblöð
1 tsk salt og smá pipar
1 dl matreiðslurjómi
Kveikið á ofni; 200° . Brúnið kjúklingin (hlutana eða bringurnar) á ölum hliðum þartil gyllt uppúr olíu og leggið svo í ofnhelt fat.
Skerið eplin í báta og kjarnhreinsið. Skera selleríið í 3 cm langa bita og leggið ásamt eplunum í fatið.
Afhýðið og helmingið skallottlaukinn. Steikið í olíu á pönnu og bætið svo við eplasafanum, timjan, lárviðarlaufum og látið malla smástund. Hellið svo öllu þessu yfir kjúklingin í fatinu. Saltið og piprið. Breiðið álpappír yfir fatið og setjið í miðjan ofninn í 30 mínútur. Takið þá af álpappírinn og hellið matreiðslurjómanum í. Sett aftur inn í ofn í 10 mín til viðbótar eða þartil kjúklingurinn er fulleldaður.... gæti þurft að vera lengur ef stórir bitar.
Borið fram með kartöflumús og jafnvel smá salati.
Sveitó "Lantig" kjúklingur með eplum (úr LagaLätt 08/2006)
1 heill kjúklingur, hlutaður niður... nú eða bara kjúklingabringur ef mar er extra latur og það eru bringur á tilboði einhverstaðar ;)
1 msk olía
2 epli
4 sellerístilkar (ég notaði fennel í staðinn með fínum árangri)
12 meðalstórir skallottlaukar
1 msk olía
2 dl eplasafi (þykkni)
1 tsk timjan
3 lárviðarblöð
1 tsk salt og smá pipar
1 dl matreiðslurjómi
Kveikið á ofni; 200° . Brúnið kjúklingin (hlutana eða bringurnar) á ölum hliðum þartil gyllt uppúr olíu og leggið svo í ofnhelt fat.
Skerið eplin í báta og kjarnhreinsið. Skera selleríið í 3 cm langa bita og leggið ásamt eplunum í fatið.
Afhýðið og helmingið skallottlaukinn. Steikið í olíu á pönnu og bætið svo við eplasafanum, timjan, lárviðarlaufum og látið malla smástund. Hellið svo öllu þessu yfir kjúklingin í fatinu. Saltið og piprið. Breiðið álpappír yfir fatið og setjið í miðjan ofninn í 30 mínútur. Takið þá af álpappírinn og hellið matreiðslurjómanum í. Sett aftur inn í ofn í 10 mín til viðbótar eða þartil kjúklingurinn er fulleldaður.... gæti þurft að vera lengur ef stórir bitar.
Borið fram með kartöflumús og jafnvel smá salati.
Subscribe to:
Posts (Atom)