Saturday, December 19, 2009

Rækjuréttur með harissa



Stundum er bara svo yndislega gott að geta eldað einhvað sem þarf ekki að kaupa neitt í... allt til í skápum, ísskáp og frysti !


Harissa er norðurafrískt chillíkrydd og til bæði þurrt í duftformi og sem mauk í krukku svipað og tælenskt rautt/grænt currypaste. Óhemju góð kryddblanda sem er feykigóð bæði svona útí tómatmaukspottrétt og svo sem köld sósa útí þykkri jógúrt ef maður vill fá smá "stíng" í eftirbragði.


Mér finnst vel þess virði að eiga til stórar rækjur, þessar sem eru með halanum á og maður þarf að pilla af áður en eru eldaðar. Þessar litlu verða svo óhemju litlar þegar þær hitna í gegn.. fínar í rækjusalat og svoleiðis en ekki kannski í matseld þegar þær eiga að vera í aðahlutverki ;)


Rækjuréttur með harissa

(frá Good Food, upprunalega uppskriftin er hér)


1 laukur, fínt sneiddur (ekki saxaður!)

2 hvítlauksrif, kramin

smá olía


1 tsk cummin (spiskummin)

1 tómatar í dós

2 tsk harissa


tvær til þrjár góðar handfyllir af risarækjum

handfylli af ferskum kóríander, saxað


Byrja á að hita laukana í olíunni þartil rétt farnir að vera mjúkir, bæta við cummin og velta þeim uppúr kryddinu á pönnunni cirka 1 mín. Hella svo úr tómatadósinni á pönnuna og bæta við harissakryddinu. Leyfa að malla nokkrar mínútur þartil farið að þykkna aðeins. Bæta svo við rækjunum og þartil heitar í gegn.. 3 mín eða svo. Bæta síðast við kóríandernum.

Borið fram með soðnu couscous eða bulgur (gott að bæta smá kjúklinga eða grænmetiskrafti við vatnið þegar það er soðið) og p.s. bulgurinn verður extra góður ef maður bræðir smá smjör í pottinum og veltir ósoðna bulgurnum uppúr því áður en vatninu + kraftinum er bætt við til að sjóða.

Thursday, December 03, 2009

Tom Ka Gai kjúllapottréttur

Tom Ka Gai er alþekkt thailenskt matarfyrirbæri og kemur oftast í súpuformi. Í LagaLätt gera þeir pottrétt úr því ásamt kjúkling, sveppum, sítrónugrasi, chillí, sykurbaunum og dýýýrindis kóríanderdressingu. Dressingin hljómar kannski dálítið furðulega með léttmæjónesi og lime í stórum stíl í en hún kom hressilega á óvart og átti svo innilega vel við pottréttinn.

Tom Ka Gai - kjúllapottréttur
(úr LagaLätt, sept 09)

600 g kjúklingakjöt (skiptir engu hvort það eru bringur eða læri) skorið í munnbitsstóra bita

1 sítrónugras, örfínsaxað
1 rautt chillí, fræhreinsað og fínsaxað
100 g sveppir, skornir í helminga
2 dl kókosmjólk
1,5 dl vatn + grænmetiskraftur
1 púrrlaukur, skorin í frekar stóra bita
150 g sykurbaunir (sockerärtor) helmingaðir

Kjúklingurinn steiktur á pönnu uppúr smá olíu. Sítrónugrasi, chillí og sveppum bætt við og leyft að steikjast aðeins með kjúllanum. Saltað og piprað. Bætið svo við kókosmjólkinni, vatni og krafti og leyfið að malla undir loki í 10 mín.
Púrrlauk og sykurbaunum er svo bætt við og leyft að malla áfram í 3-5 mín.

Borið fram með hrísgrjónum og kóríanderdressingunni.

Kóríanderdressing
1 krukka ferskur kóríander (eða 2-3 tsk af söxuðum kóríander úr dós)
1/2 dl léttmæjónes (ég var gráðug og notaði 1 dl)
1 lime, fínrifinn börkurinn utanaf og safinn innanúr (uppskriftin segir börkurinn af 2 lime og 1 msk safi en mér fannst þetta fullkomið með safa og berki úr 1)
salt og pipar.
Allt mixað með töfrasprota.
Posted by Picasa