Friday, December 22, 2006

Í tilefni jóla: amerískar haframjöls- og rúsínusmákökur


Þetta eru svona smákökur sem eru stórar... þúveist... stórsmákaka. Ef kakan er gerð minni verður hún þurr og óspennandi, þær bara EIGA að vera pínu seigar og sá árangur næst aðeins með því að gera dáldið veglega klumpa á bökunarpappírnum. Svona golfkúlustærð cirka.
Uppskriftina fann ég eftir ítarlega leit á netinu fyrir allmörgum árum síðan. Margar mismunandi aðferðir og innihald í boði en eftir samanburð og pælingar miklar varð þessi uppskrift "mín" ;)
Gleðileg jól !



Amerískar Oatmeal-Raisin Cookies3 egg, léttþeytt
2,4 dl rúsínur
1 1/2 tsk vanilludropar
Þessu þrennu er blandað saman og látið standa í stofuhita í 1 klst

2,4 dl smjör (cirka 220 gr)
1,7 dl púðusykur
1,7 dl sykur
Hrært vel saman þartil verður að jafnri smjörblöndu

6 dl hveiti
1/2 tsk salt
1 tsk bökunarsódi
1 tsk kanil
Blandað saman við smjörblönduna og eggja-rúsínuhrærunni bætt við

4,8 dl haframjöl
Hrært saman við allt að lokum

Ágætlega stórar "klessur" eru settar á bökunarpappír með skeið. Má vera dálítið á milli hverrar kökur og gerðar örlítið minni en lokaútkoman á að vera því að þær fletjast út meðan þær eru að bakast. Bakað við 180° í 10-12 mínútur eða þartil fullbakaðar og farnar að taka lit.

Thursday, December 07, 2006

Svínalund með ætiþistlum

Svínalundin er voða vinsæl hérna í Svíþjóð. Ýmist heilsteikt eða skorin í þunnar sneiðar. Finnst oft erfitt að fá kjötið til að verða almennilega meyrt en það tókst ágætlega í gær með þessari uppskrift. Býst við að eitt aðaldæmið sé að steikja kjötið passlega lengi.

Svínalund með ætiþistlum
(úr Arla bæklingi)

600 gramma svínalund, skorin í 2 cm þykkar sneiðar sem eru svo reistar uppá rönd (endinn sem skorin var snúi upp) og klesstar aðeins niður.
smjör til steikingar, salt og pipar

2 hvítlauksrif, kramin
2 dl sýrður rjómi (15%)
2 msk fljótandi kálfakraftur (kalv-fond)
1 tsk soja
2 tsk timjan
1 dós ætiþistlar, skornir í helminga

Svínalundabitarnir steiktir á pönnu þartil fallega brúnir uppúr smjöri, kryddaðir vel með salti og pipar. Sýrða rjómanum, krafti, soja og timjan blandað saman í skál.
Bitarnir teknir uppúr pönnunni og hvítlauknum leyft að hitna aðeins á pönnunni. Sýrða rjómablöndunni og ætiþistlunum hellt útá og hrært þartil verður að sósuþykkni. Kjötbitunum bætt við og öllu leyft að malla smástund til viðbótar, 3-4 mín eða svo. Borið fram með hrísgrjónum.