Ekki hef ég nú verið dugleg að uppfæra hérna en þegar ég er beðin um sömu uppskriftina oftar en tvisvar í mánuði þá finnst mér ljómandi að bara skrifa hana upp hér og vísa í framvegis. Uppskriftin er úr bók sem heitir "Brunch á 100 vegu". Það má alveg blanda deginu öllu saman og láta standa í ísskáp. Nú eða einsog við erum margoft búin að gera. Blanda þurrefnunum og taka með í bústaðinn, blanda því blauta saman á staðnum og voila!
Allavega þá er þetta frábær pönnsuuppskrift þegar mar vill þessar þykku litlu ;)
magn dugir fyrir 6
300 g (5dl) hveiti
4 msk sykur
4 tsk lyftiduft
1 tsk salt
6 msk olía (ég nota Isio, hún er bragðlaus og fín)
2,5 dl súrmjólk (gräddfil ef mar er í Svíþjóð)
2,5 dl mjólk
2 egg
Blanda saman þurrefnum í skál. Blanda restinni sér og þeyta saman með gaffli. Blanda saman innihaldi beggja skála og hræra vel.
Ef maður er óvanur að steikja amerískar: mar setur cirka 3 litla klatta á pönnuna. Snýr þegar farið að myndast loftbólur. Meðalhiti; ef dökk er hitinn of hár, ef ljós hiti þarf að skerpa á.
Friday, November 29, 2013
Subscribe to:
Posts (Atom)