Lærði mjög mikilvæga lexíu í dag: rjómi úr þrýstihylkjabrúsa heldur ekki formi meira en 5 mín. Rétt náði að smella af áður en fór að leka niðureftir annari hliðinni... en gott var þetta nú engu síður ! Eiginlega lýgilega gott. Súr og frískleg rifsber með karamellu og rjóma á möndlumassabotni. Mmmm...
Rifsberjakaramellukaka
300 g möndlumassi, rifinn gróft á rifjárni
1 heilt egg
2 eggjahvítur
Öllu blandað vel saman þartil möndlumassinn er alveg blandaður saman við eggin. Sett í kökuform sem búið er að klæða að innan með bökunarpappír og bakað við 175 gráðu hita í 20-25 mín. Jafnvel lengur, ég bætti við nokkrum mínútum þartil botninn var farin að taka smá lit. Kælt.
Karamellukremið er: 1,5 dl þeytirjómi hitað í potti ásamt 0,5 dl sykur og 0,5 dl síróp (ljóst). Leyft að malla við meðalhita í 15 mín eða þartil farið að þykkna aðeins. Hrært af og til en fylgjast vel og vandlega með að ekki brenni. Leyft að kólna aðeins (og stífna enn meir) og síðan hellt yfir kaldan botninn.
Þeytirjómi stífþeyttur og sprautað á botninn (sjá mynd) og rifsberjaklösum raðað inní.