Tuesday, October 12, 2010

Mexíkönsk svartbaunasúpa

Hef í kvöld fundið uppáhalds súpuna mína. Við sleiktum pottinn og fórum strax að skipuleggja hvenær við gætum haft þessa súpu aftur í matinn. Algjört möst-try, holl og góð, sneisafull af bæði bragði og bætiefnum ;)



Mexíkönsk svartbaunasúpa
fyrir 4 (úr LagaLätt, sept 2010)


1 pakki beikon (cirka 200 grömm), skorið í bita
1 msk smjör
2 laukar, saxaðir
2 sellerístilkar, sneiddir fínt
3 gulrætur, skornar í fernt á lengdina og svo í þvert í litla bita
1/2 - 1 rautt chillí, fræin hreinsuð út og svo saxað
1 tsk cummin
3 dósir svartar baunir (eða samsvarandi magn af þurrum, lagðar í bleyti)
5 dl vatn
2 msk kjúklinga eða grænmetiskraftur
1,5 tsk hvítvínsedik
1 tsk púðursykur/dökkur muscavado... eða bara venjulegur sykur ef hitt er ekki til í skápnum hjá þér


Og til að setja ofaná hvern súpudisk þegar borið er fram;
- ferskir tómatar, skornir í litla bita
- ferskur kóríander, mikið af því... er svo gott
- niðursneiddur salatlaukur eða vorlaukur (má sleppa)

Best að byrja á að saxa grænmetið (laukinn, chillí, sellerí).

Svo steikir maður beikonbitana í djúpum súpupotti (ekki á pönnu). Bæti útí smá smjörklípu og leyfir að bráðna og helli öllu saxaða grænmetinu útí ásamt cummin. Leyfi að steikjast í nokkrar mínútur. Opnar baunadósirnar og skola baunirnar uppúr köldu vatni. Set í skál og mixa GRÓFT með töfrasprotanum (eða cirka 1/3 af heildarmagninu í matvinnsluvél) Bæti svo við vatninu og kraftinu.

Leyfi að sjóða í 10 mínútur þartil súpan er orðin þykk og fín. Smökkuð til með hvítvínsediki, sykri, salti og pipar.
Borin fram í skálum og ofanáleggið sett á hvern disk ... eða hverjum og einum leyft að raða ofaná það sem þeim finnst best.

Með þessu gerði ég ostatortillur; rifinn ostur (1 poki), 1-2 dl gulur maís úr dós og smávegis ferskur kóríander. Öllu blandað saman og væn handfylli sett ofaná eina tortillu. Önnur tortilla sett ofaná og þrýst vel saman svo úr verði samloka. Penslað með smá olíu og steikt á pönnu þartil ein hliðin hefur tekið lit. Snúið og steikt á hinni hliðinni. Skorið í fernt og borið fram með súpunni.